<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, April 13, 2002
Alþjóðavæðing

Ég sat áðan fund um alþjóðavæðinguna sem haldin var á Húsi Málaranns á vegum ungra vinstri grænna. Þar var saga andófs við alþjóðavæðingu rakin og einnig talað um áhrif alþjóðavæðingar á fólk í þriðja heiminum sem þarf að þola breytta lifnarhætti af völdum stórfyrirtækja, og áhrif á fjölmiðla. Þar var einnig vitnað í ekki ómerkilegri mann en Subcomandante Marcos sem fer fyrir Zapatistas í Chiapas í Mexikó. Ég er hérna með tilvitnun í hann sem er nokkuð góð.:
"Nations are department stores with CEO's dressed as governments, and the new regional alliances, economic and political, come closer to being a modern commercial "mall" than a political federation."


Ég vil líka þakka Þór fyrir stuðning hans við skrif mín gegn viðskiptabanninu við Írak.


posted by Jóhann Þórsson| link


Föstudagskvöld

Jæja, mér líður eins og ég hafi skemmt mér konunglega í gær. Eitthvað var meira en sprite í bollunni í líffræðipartýi gærkvöldsins. Annars eru líffræðingar sko prýðisfólk - það vantar ekki.
En af því að ég fór í líffræðipartý missti ég af dúndur kommadjammi. Ég spurði einn kommann hvað væri að gerast þar og fékk svarið: "akvarðanir teknar um framtid landsins", í sms formi. Það er aldeilis. Og Þórsson ekki með? Mér líst illa á framtið landsins, en þetta eru annars góðir menn þannig að þetta ætti að vera í lagi.

Ætli ég hendi mér ekki í ritgerðarsmíð núna.


posted by Jóhann Þórsson| link


Friday, April 12, 2002
Af Aumingjum

Það hljóta að vera fáir í þjóðfélaginu sem ekki hafa móðgast við lestur þessa bloggs, enda eru hér viðraðar svokallaðar "óviðfelldnar" skoðanir. Ég hef t.d. tvívegis verið ávíttur fyrir að kalla stuðningsmenn viðskiptabannsinns við Írak aumingja. Hvað er að því að kalla þá aumingja? Þeir eru að styðja morð saklausra einstaklinga sem hafa nóg með að þola bara að Saddam Hussein ráði þar ríkjum. En aumingjar þótti of sterkt orð. Sjálf móðir mín sagði að maður segði ekki aumingi. Ég verð þá að reyna að finna annað orð en aumingjar fyrir þetta fólk.

Siðlausir er það minnsta sem ég get sagt í stað þess að kalla þá aumingja. Þeir lifa í blekkingu og afneitun. Þeir halda að þetta virki, sem er rangt eins og fjölmargt gefur til kynna. Þetta hefur ekki virkað betur en svo að "forseti" Bandaríkjanna vill ráðast aftur á Íraka og drepa þar með fleiri saklausa borgara. Eða er hann kanski búinn að redda smartsprengjunum sínum þannig að þær hitti bara "vonda"? NEI.....það held ég ekki. En mér dettur bara ekkert betra orð í hug þannig að ég segi þetta bara hærra: AUMINGJAR!.

Ég ætla að leggja því klassafólki sem berst gegn Aumingjunum lið og benda á nokkrar síður þar sem fólk getur lesið sig til um hvaða áhrif viðskiptabannið hefur á líf í Írak:Voices in the Wilderness, sem hafa reynt að koma ýmsum sjúkragögnum á sjúkrahús, Campaign Against Sanctions on Iraq þar má t.d. finna beiðni undirritaða af ekki ómerkari mönnum en Ramsey Clark, Desmond Tutu, Noam Chomsky, Ögmundi Jónassyni, John Pilger, og fyrrverandi sendiherra SÞ til Íraks, Hans von Sponeck. Þetta er allt hið mesta gáfu og yndisfólk, annað en AUMINGJARNIR sem vilja halda áfram að drepa saklausa borgara í Írak.


posted by Jóhann Þórsson| link


Glæpamaðurinn Ariel Sharon

Ef einhver heldur að Ariel Sharon eigi ekki skilið að vera í fangelsi þessa stundina skal ég útskýra svolítið.
Í september 1982 fóru herdeildur á vegum Ísrael (þó ekki herinn sjálfur) inn í flóttamannabúðirnar Sabra og Shatilla í Beirut. Þar voru mikið til konur, gamalmenni og börn, og voru þau mörg hver drepin á hrottalegan hátt. Rannsóknarnefnd á vegum ísraela komst að þeirri niðurstöðu að Ariel Sharon, þá varnarmálaráðherra, bæri "persónulega ábyrgð" á þessum voðaverkum og mældi með að honum yrði vikið frá störfum.

Ég las um þessa innrás í flóttamannabúðirnar 1982 í bók Roberts Fisk Pity the Nation og verð að viðurkenna að ekki var laust við að ég táraðist við lesturinn.
"All had been shot at point blank range through the cheek, the bullet tearing away a line of flesh up to the ear and entering the brain...One had been castrated, his trousers torn open and a settlement of flies throbbing over his torn intestines." "The eyes of these young men were all open. The youngest was only 12 or 13 years old."
"Another child lay on the roadway like a discarded doll, her white dress stained with mud and dust. She could not have been more than three years old. The back of her head had been blown away by a bullet fired into her brain."

Skiljiði?


posted by Jóhann Þórsson| link


And now for more of exactly the same

Um þetta leyti er fjölskylda mín líklega að henda öllu dótinu mínu enda hefur síðasta blogg líklega valdið einhverjum látum. Það er að segja ef einhver hefur lesið það. Þannig er sko að ég er fæddur og uppalin að miklu leyti í Keflavík. Skiljiði hvað ég meina. Það hafa fleiri vinir og ættingjar unnið á þessari títtræddu herstöð en eðlilegt telst, þannig að ég er líklega ekki velkomin til Keflavíkur lengur.

En ef fólk vill halda herstöðinni af gróðarsjónarmiðum er þá ekki málið að bjóða bara út þetta svæði til annara landa sem hafa af einhverri ástæðu áhuga á því að byggja herstöð á eyju í norður-atlandshafi þar sem búa 250.000 manns. Eða að byggja bara aðra herstöð á austfjörðum? Það mætti bjóða út það svæði til Írak eða Pakistan og auka jafnframt atvinnumöguleika austfirðinga án þess að byggja lón.

Nú, er það heimskulegt? Jæja, stundum verður bara að viðra hugmyndir sínar. Ég minni þá bara á fund sem fram fer á laugardaginn:

Um hvað snýst andstaðan við alþjóðavæðinguna?


Smiðja haldin af Ungum vinstri-grænum
á efri hæðinni í Húsi málarans,
laugardaginn 13. apríl 2002
kl. 14:00-16:00
posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, April 11, 2002
ÍSLAND ÚR NATO, HERINN BURT.

Jæja, ég fékk loks á mig gagnrýni sem ég tók til mín.
Þannig er að síðan 11. september hef ég sterklega gagnrýnt stríðið gegn hryðjuverkum sem George W. Bush "forseti" Bandaríkjanna hefur háð í Afganistan og víðar. Ég hef verið duglegur að benda á það sem mér finnst að hernaði hans í Afganistan og í t.d. Írak og aðgerðum NATO í Serbíu og Kosovo.

En ég var að lesa svolítið sem fékk mig til að líta í eigin barm. Íslendingar, og íslensk stjórnvöld þar með, hafa ekki mikið verið að gagnrýna þetta "stríð gegn hryðjuverkum", eins og þetta er nú mikil vitleysa. En á ZNET las ég svo bréf sem hét US letter to Europeans. Þar stóð m.a. eftirfarandi: "We, as United States citizens, have a special responsibility to oppose this mad rush to war. You, as Europeans, also have a special responsibility. Most of your countries are military allies of the United States within NATO. The United States claims to act in self-defense, but also to defend "the interests of its allies and friends". Your countries will inevitably be implicated in U.S. military adventures. Your future is also in jeopardy."

Þetta fékk mig til að staldra við og hugsa aðeins. Ég hef verið að gagnrýna Bush svolítið eins og ég sé bandaríkjamaður. Ég á náttúrulega að vera að gagnrýna stjórnvöld Íslands á grundvelli stuðnings þeirra við þessa vitleysu. Og þá geri ég það hér með. Við veitum þessum her, sem drap 4000 almenna borgara í Afganistan, landsvæði til að vera með geymslustöð undir drápstól sín. Þessi sami her sam drap hundraðir þúsunda í Víetnam, Laos og Kambódíu. Þessi sami her og hefur verið nær látlaust að fikta í innanlandsmálum nær allra þjóða í Suður-Ameríku. Og þetta er sami her og ber ábyrgð á dauða fimm þúsund barna í Írak á mánuði. Misstuð þið nokkuð af þessu? FIMM ÞÚSUND BÖRN Á MÁNUÐI!

Það er greinilega bara eitt sem ber að gera: Ísland úr Nato og herinn burt!posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, April 10, 2002
Tjáningarfrelsi

Jamm, ég er þá búin að fá fyrsta kvörtunarbréfið, eftir ekki nema tveggja daga bloggun. Það var frá einum vini mínum sem hefur meira álit á Bush en góðu hófi gegnir og hann var ekki hrifin af því að ég skylda kalla George Bush "forseta" bandaríkjanna. Hann vildi ekki að ég setti fram svona lagað án þess að rökstyðja það.

OK, ég skil það svosem alveg.

Og þá verð ég bara að styðja þetta með rökum: Bush fékk 48% greiddra atkvæða, Gore fékk einnig 48% og Nader (minn maður) fékk einungis 3%. En eins og flestir vita fékk Gore flest atkvæði (þó aðeins sé um nokkur þúsund atkvæða mun að ræða). Talning í Florida var síðan stöðvuð og Bush veitt forsetaembættið af hæstarétti bandaríkjanna. Hæstaréttardómararnir voru reyndar ekki meira samstíga en svo að atkvæði þeirra fóru 5-4, en ég er nokkuð viss um að það sé einnig skipting þessara dómara í republikana og demókrata. Kosningaþátttaka var um 50% og er Bush þá með um tæpa 25% kosningu, og svo 55.6% stuðning frá hæstarétti. Hann á því ekki skilið annað en að kallast "forseti" Bandaríkjanna.

Ég biðst því afsökunar á því að skrifa "forseti" án útskýringar (sem er nú komin) en biðst aftur á móti ekki afsökunar á því að kalla þá sem styðja viðskiptabannið við Írak aumingja. Ég held því áfram og kem jafnvel til með að bæta inn fleiri fúkyrðum þegar líða tekur á bloggið.
Takk fyrir.


posted by Jóhann Þórsson| link


Málið

Ég er þá búinn að setja inn nýju tilvitnunina, og er hún bara nokkuð merkileg. Þar er haft eftir bandarískum embættismanni að tilgangur hernaðarbröltsins í Afganistan hafa aldrei verið að ná bin Laden. Þá hef ég greinilega misskilið George Bush "forseta" bandaríkjanna. Mig minnir einmitt að allur hernaðurinn hafi verið í þeim tilgangi einum að ná bin Laden. Það kæmi mér nú ekkert á óvart ef Bush væri bara búin að gleyma af hverju þetta var allt að gerast í Afganistan, enda hann stígur nú ekki beint í vitið.

Annað sem ég vil minnast á er að mér sýnist þeir frjálshyggjufélagar á frelsi.is ekki gera sér grein fyrir því að eitthvað sé að gerast utan Íslands, en eyða mestum sínum tíma í að gagnrýna störf flokksins sem þeir segjast svo tilheyra. Ég tel okkur hjá ungum vinstri grænum vera meira að benda jafnt á það sem gerist hér heima og erlendis, ásamt því að gagnrýna stjórnarflokkana þegar þeir eigi það skilið, en þá síst vinstri græna. Er ég ef til vill að misskilja eitthvað?


posted by Jóhann Þórsson| link


Tilvitnun Dagsins

Jæja, þá eru eflaust þúsundir manna búnir að skoða blogg gærdagsins og stjórnvöld í þann mund að hefja eðlilegt stjórnmálasamband við Írak, eftir að hafa beðist fjölskyldur barnanna afsökunar og lofað að aðstoða við uppbyggingu, þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi þeirra. En að öllu gamni slepptu bið ég ykkur um að reyna að kynna ykkur þetta, þó ekki sé nema að skoða þær myndir sem eru á ljósmyndavef moggans.

Ég hef látið tilvitnanir dagsins á heimasíðu minni standa óbreyttar í allt að þrjá daga upp á síðkastið í þeirri von að fleiri lesi þær, en margt misgáfulegt og alvarlegt hefur verið sagt upp á síðkastið. Ég er sérstaklega hrifin af tilvitnuninni sem er þar núna, "Don´t you think it was more important to go to Jerusalem first?", en Konungur Morokkó spurði Colin Powell að þessu um daginn þegar sá síðarnefndi heimsótti Morokkó. Ég set næstu tilvitnun inn í kvöld, en hún er algjör sjokker!


posted by Jóhann Þórsson| link


Viðbjóður

Mér þykir ótrúlegt hvað er auðvelt að leiða suma hluti hjá sér. Ég var t.d. að skoða ljósmyndavef Morgunblaðsins á mbl.is og rakst þar á ljósmyndir frá Írak. Fyrst þú ert að lesa þetta þá þekkiru mig líklega og veist að ég HATA viðskiptabannið við Írak. Það fær mig til að skammast mín fyrir að búa í landi sem styður það. Skoðið þið bara þennan ljósmyndavef um Írak og þið byrjið kanski að skilja mig. Svo skal ég benda ykkur á meira og verra um þennan viðbjóð og heimsku. Ég hef undir höndum viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á þessum stuðningi þannig að þau geta ekki annað en talist ábyrg fyrir dauða fjölmargra barna í Írak. Aumingjar! Þetta á við alla sem halda að þetta viðskiptabann þjóni einhverjum tilgangi. Aumingjar!

"Sem kunnugt er hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna síðan 1990 ályktað með fjölmörgum ályktunum (samtals 56) um ástand mála í Írak, m. a. um viðskiptabann. Íslensk stjórnvöld hafa stutt það bann á grundvelli laga nr. 5/1969 um framkvæmd fyrirmæla öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sbr. auglýsingu nr. 470, dags. 8. júlí 1998, um ráðstafanir til að framfylgja
ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661(1990) vegna innrásar Íraka í Kúvæt.
"


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, April 09, 2002
Fegurðarsamkeppni Norðurlands

Jónas er "Draumaprins" Sjáiði bara kærustuna hans segja það á Fegurðarsamkeppni Norðurlands
Hún heitir Tinna Rún Einarsdóttir.


posted by Jóhann Þórsson| link


Bloggið

Jæja, nú ætla ég að hætta þessu fikti og fara að læra. Að lokum vil ég bara hvetja ykkur, lesendur kæru (ég veit að þið eruð allmörg), til að láta gott af ykkur leiða og látast ekki glepjast af kapítalískum gylliboðum, s.s einhverri mengunarsmiðju á austfjörðum eða seldum síma. Notiði frumurnar og lesið það sem birtist á uvg.vg Þar skrifa einungis snillingar. Já, fariði líka út í bókabúð og kaupið allt sem þið finnið sem skrifað er af Noam Chomsky. Annars bara bless. Skoðiði líka endilega heimasíðuna mína Leikskólinn .


posted by Jóhann Þórsson| link


Fyrirsagnir?

Hvað er annars annars með þetta blogg, þetta á að vera geðveikt sniðugt en þegar allt kemur til alls hef ég bara ekki eins mikið að segja og ég hefði haldið. Ég er bara að gera þetta af því að ég á að vera að læra, skrifa ritgerð um sköpunarsinna, s.k. creationist science. það eru sko vitleysingar.


posted by Jóhann Þórsson| link


Ef eitthvað gerist rétt á að vera komin linkur núna.


posted by Jóhann Þórsson| link


Jamm, auglýsingin er horfinn, það er strax mikið betra. Nú þarf ég bara að fara að segja eitthvað af viti og bæta inn linkum.


posted by Jóhann Þórsson| link


Jammjamm, ekkert eð gerast.


posted by Jóhann Þórsson| link


Jájá Huginn búinn að plögga og ég ekki enn farin að skrifa neitt af viti. Þetta endar ekki vel. Annars er klukkan eitthvað ekki sammála mér, ég er með fólk í vinnu við að laga þetta.


posted by Jóhann Þórsson| link


Er þetta strax byrjað að klikka?


posted by Jóhann Þórsson| link


Jæja ég verð að sætta mig við þetta kapitalíska look á blogginu mínu að svo stöddu, en ég ætla að reyna að breyta því einhverntíman.


posted by Jóhann Þórsson| link


Huginn er eini maðurinn sem hefur aðgang að þessu annars merkilega bloggi.


posted by Jóhann Þórsson| link


Ég held að þetta sé farið að virka núna en þetta lúkkar ekki alveg eins og ég hafði óskað, auk þess er einhver ógeðsleg blikk-auglýsing hérna efst (ég ber enga ábyrgð á því).


posted by Jóhann Þórsson| link


Er þetta eitthvað betra?


posted by Jóhann Þórsson| link


Hvað er nú með mig?


posted by Jóhann Þórsson| link


Hvað er að gerast?


posted by Jóhann Þórsson| link


En ég er kanski í Tölvunarfræði og þá á þetta ef til vill að vera rétt. Ef þetta virkar ekki þá sér þetta hvort sem er engin.


posted by Jóhann Þórsson| link


Ég er ekkert viss um að þetta virki


posted by Jóhann Þórsson| link