<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, May 18, 2002
Bush

Ég hef áður talað um álit mitt á vitsmunum George W. Bush "forseta" BNA og hér er ný myndlíking, bara svona upp á fjölbreytnina: það eru hópar índíána í myrkviðum Amazon frumskógarins, sem hafa engu kynnst utan tránna, sem vita meira um ríki utan Bandaríkjanna en George Bush.

Gjörið svo vel að skoða sönnunargagnið.


posted by Jóhann Þórsson| link


Starross

Eftir 3 tíma verð ég í sal 1 í Smárabíói að horfa á Star Wars Episode 2 Attack of the Clones. Ég hlakka til.

Addi er beðin afsökunar á miðaskorti en hann rann úr greipum mér á meðan hann var að ákveða sig. Sorry.


posted by Jóhann Þórsson| link


Jammjammogjá

Ég var í grillmat hjá foreldrunum, sem gerðu stutt stopp á landinu á leiðinni til Magga bróður í BNA. Hann rekur sko hótel í Vermont.

Pabbi, sem var að koma frá Kosovo, lét mig fá bókina Kosovo eftir Noel Malcom, sem er örugglega snilld. Ég var líka að kaupa The Fateful Triangle eftir Chomsky sem er einnig eflaust snilld.

Baldur bróðir keypti sér nýjan bíl. VW Polo. Bláan. Ekki Toyotu. Hvíta. Hann hlustar samt ennþá á country tónlist.

Og Dan Rather sagði að samlandar sínir væru e.t.v. óþarflega föðurlandselskir. Það var nú aldeilis hugljómun á þeim bænum.

Dálkur vikunnar hefur ekkert breyst ennþá, og þeir sem ekki hafa enn lesið þetta snilldar viðtal við Denis Halliday ættu að gera það strax.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, May 16, 2002
Robert Fisk og John Malkovic

Ef einhver hefur eitthvað slæmt um Robert Fisk að segja skal sá hin sami beina því til mín og ég skal leiðrétta þann misskilning. Greinar hans eru, eins og ég hef oft sagt áður, nauðsynleg lesning fyrir alla sem vilja vita sannleikann um það sem er að gerast í mið-austur löndum. Aðrar fréttastofur eru mjög gjarnar á að birta hvað línu sem fæst frá "gáfnaljósunum" í Washington eða frá glæpamönnunum í stjórn Ísrael. Og nú les ég grein þar sem John Malkovic sagðist vilja skjóta Robert Fisk. Ég horfi aldrei aftur á mynd þar sem nafn hans kemur fyrir, það er nokkuð ljóst.

Hér er svar Roberts Fisks sem allir ættu að lesa.


posted by Jóhann Þórsson| link


Borgar Már Gunnlaugsson

Ég gleymdi að gefa Bogga stjörnur, en hann á skilið 3 slíkar fyrir frumkvæði í Kringlunni. Big ups!


posted by Jóhann Þórsson| link


Sannleikurinn

Which Royalty Are You? Find out! By Nishi.Ekki neita ég þessu. Veit samt ekki með Fabio lúkkið.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, May 15, 2002
Drullukökur og stjörnur

Lögreglumaðurinn sem sagði mér að vera ekki með stæla fær þrjár drullukökur, en aðrir lögreglumenn sem komu fram við okkur eins og við værum fólk fá eina stjörnu, enda er engin skylda að vera fífl þótt þú sért að passa stríðsglæpamenn.

Jónas Einar Thorlacius fær 4 stjörnur fyrir að gefa okkur Hjarðarhagamönnum pizzu. Takk fyrir okkur.

Gunnsteinn Örn Hjartarson fær eina drulluköku fyrir hegðun í gær en tvær stjörnunr fyrir viðleitni.

Ásgeir L. Höskuldsson fær tvær stjörnur fyrir að ferja liðið í og úr bænum, cheers mate.

Allir mótmælendur fá fimm stjörnur fyrir að láta sjá sig og heyra í sér. Gott mál. Ég er nú ekki frá því að ég hafi meira að segja séð annan Keflvíking en mig og Arngrím, en það er fyrrverandi nágranni minn frá því að ég bjó á Heiðarbóli í Keflavík. Það telst einnig vera gott mál.


posted by Jóhann Þórsson| link


Synir Jakobs

Vegna tvíhliðasamnings þess eðlis, linka ég hér með á syni Jakobs.

Ég er til.


posted by Jóhann Þórsson| link


Mótmæli, tónleikar og læti

Jamm, hvar skal byrja? Mótmælin fóru frábærlega vel fram, lögreglunni eflaust til mikils ama og ég sá meira að segja hausinn á mér í fréttunum. Ég, Geiri og Addi lentum reyndar í þrefum við lögregluna á leiðinni heim af því að einhverjum þeirra þótti ég vera með full mikla stæla. Stælarnir fólust í því að ég á heima á Hjarðarhaganum, í blokk sem er þannig staðsett að fundarstaður hernaðarfélaganna liggur á milli hennar og Hagatorgs, þannig að ég þarf að labba í kringum lögregluvaktaða Neskirkju til að komast heim. Þeim þótti það eintómir stælar að við vildum komast heim til mín.

Á tónleikunum var gaman, þó að mig gruni að ég og félagar mínir höfum tekið að okkur það hlutverk sem Þór og Huginn gengdu á tónleikum TDH á Grand Rokk. Ég hef áhyggjur af því að hafa orðið sjálfum mér til mikillar skammar, og ef ég sagði eitthvað heimskulegt við einhvern í gær biðst ég afsökunar á því, en slíkt gerist þegar menn fá sér öl. Annars átti ég skemmtilegar samræður við Söru Flounders, Stefán Pálsson, Skúla Sigurðsson, Viðar í Ísland-Palestínu og fleira gott fólk. Hápunkturinn var eflaust þegar ég þurfti að sanna fyrir sonum Jakobs að ég væri til í alvörunni, og þrátt fyrir skrif Óla Njáls fullvissa ég þá bræður um það að ég er raunverulegur.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, May 13, 2002
Argentina.....IMF?It´s funny cause it´s true.


posted by Jóhann Þórsson| link


Sunday, May 12, 2002
Lamb

Ég er mjög ánægður með Huginn. Hann bauð mér í lamb a la Huginn sem er það besta sem ég hef borðað í marga marga daga. Dagný gerði salatið sem var einnig mjög gott. Þar á bæ á enginn skilið drulluköku, heldur bara stjörnur.

Áður en lambið var étið voru bornar út auglýsingar fyrir tónleikana á þriðjudaginn, en það kom mér á óvart að ekki stóð á þeim að aðgangur væri ókeypis. Allir að mæta á tónleikana.

Annars er það að frétta að stórvinur minn hann Valdi er farinn á sjó og getur ekki deilt við mig frekar. Það er ekki nógu gott, því öll umræða er af hinu góða.

Ég set líka inn nýjan dálk vikunnar á morgun, en það er ræða Marcos um fjórðu heimstyrjöldina, Alþjóðavæðinguna. Ég hvet alla sem ekki hafa gert það að skoða núverandi dálk vikunnar, sláandi viðtal við Denis Halliday.


posted by Jóhann Þórsson| link


Drullukökur

Drullukökur eru ekki góðar. Ég hef reyndar ekki smakkað slíkt síðan ég eldaði nokkrar á leikskóla. Ástæða þess að ég srkifa um drullukökur núna er að ég gef sjálfum mér fjórar af fimm slíkum mögulegum (ekki í bókstaflegri merkingu) vegna þess að ég fór á Shaolin munkana í stað friðarráðstefnunar. Annars var mjög gaman að horfa á þessa munka hoppa og berja hvorn annan en ég hefði frekað viljað hlýða á fyrirlestrana sem voru í boði á friðarráðstefnunni.

D-listinn fær líka tvær drullukökur fyrir að vera með húllumhæ fyrir utan blokkina mína.


posted by Jóhann Þórsson| link


Til hamingju Mamma

Í dag er mæðradagur og ég óska því mömmu til hamingju með daginn. Henni tókst mjög vel til í uppalandahlutverkinu (þó ég segi sjálfur frá) og er frábær kona.

En ég er núna með grunsamlegan höfuðverk og er með ólæknandi þorsta, sem er skrítið miðað við hvað ég drakk mikið í gær. Annars var djammað fram undir morgun og ég skemmti mér konunglega. Helstu niðurstöður gærkvöldsins eru þær að Creed og Limp Bizkit eru boy-bands og IMF er skítastofnun. Ótrulegt hvað er sjaldan minnst á þá í fréttum sem tengjast efnahagsástandi Argentínu.

Nýji FSOL diskurinn er snilld, ég legg til að allir kynni sér þessu merku hljómsveit.


posted by Jóhann Þórsson| link


Hvaðeraðgerast?

Ég stórsé eftir að hafa ekki komist á friðarráðstefnuna. Fór í staðinn á Shaolin munkana sem voru stórkostlegir. Mér skildist samt að það vantaði mig til að spyrja um Írak. Helv kanar að heilaþvo alla.

Kaupið öll Manufacturing Consent sem er hægt að fá í Mál og Menningu núna!


posted by Jóhann Þórsson| link