<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d4408405026834096493', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, December 18, 2003
Google bombing

Nú þegar googlewhacking er orðið þreytt (hjá okkur sem vitum hvað það er allavega), þá er komið nýtt, Google bombing. Google bombing snýst um það að linka á eitthvað og kalla linkin orð, sem bendir svo á viðeingadi hlut þegar hún er skráð inn í Google. Sem dæmi má taka failure, sem bendir nú á ferilskrá George Bush, af því að margir linka á þetta þegar verið er að blogga, eða eitthvað slíkt.

Ég ætla að koma mínu eigin Google bomb af stað: genetic dysfunction.


posted by Jóhann Þórsson| link


Góður fyrir jólasveininnposted by Jóhann Þórsson| link


Robert Fisk does it again

Bestu greinar sem hægt er að lesa um Saddam eru skrifaðar af bretanum Robert Fisk. Ég hef minnst á þetta áður held ég. Jæja, góð vísa er aldrei of oft kveðin, ekki satt?

Lesiði þetta.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, December 17, 2003
Bloggið dautt?

Ég sé á kommentum hér fyrr neðan að fólk var farið að hafa áhyggjur af því hvað ég var lengi að skrifa meira um Saddam. Það er sko búið að loka fyrir internetið hjá okkur í Pálmaristan, eitthvað með að borga reikninga tímanlega, ég skil það ekki.

Annars held ég að það að búið sé að fanga Saddam hafi mestu áhrif í Bandaríkjunum, ekki í Írak. Nú vilja kanarnir að herinn fari að koma heim, þar sem búið er að sannfæra þá að handtaka Saddams hafi verið tilgangur stríðsins, ekki vopnin. Mér fannst Halldór Ásgrímsson líka aðeins of ánægður, sagði að þetta væru bestu fréttir mannkyns í langan tíma, eða eitthvað á þá leið. Ég veit nú ekki alveg með það. En árásirnar á hernámsliðið eiga eftir að minnka en ekki stoppa alveg. Það er samt gott að búið er að ná honum, en fólk má ekki gleyma að það var að miklu leiti bandaríkjastjórn sem kom honum til valda til að byrja með, seldi honum gereyðingarvopnin, gaf honum "grænt ljós"á innrásina í Kúvæt, olli dauða hundraða þúsunda með heimskulegu viðskiptabanni og varð til þess að vopnaeftirlitsmenn SÞ þurftu að yfirgefa landið, tvisvar.

Og að öðrum merkilegum fréttum: kalkúnninn sem Bush var með þegar hann birtist í Írak var ekki alvöru. Þetta var prop-turkey sem átti bara að líta vel út fyrir myndavélarnar. Mér fannst það soldið fyndið.

Og ég er að fara til Kosovo á laugardaginn, það líða ekki 24 tímar frá byrjun síðasta prófs þar til að flugvélin tekur a loft frá Keflavík.


posted by Jóhann Þórsson| link


Sunday, December 14, 2003
Hmmm....

Búið að ná Saddam Hussein, sem var ofan í holu á bóndabæ. Er að melta þetta, og blogga um það seinna.

Skiptir þetta miklu máli?


posted by Jóhann Þórsson| link