<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, January 01, 2004
Áramót

Gleðilegt ár allir. Vonandi var eins gaman hjá ykkur og hjá mér í Kosovo, en hér var sko djammað fram á nótt. Þeir íslendingar sem staddir eru í Kosovo núna komu í mat til mömmu og pabba, og þar var sko nóg að borða. Íslenskt lambalæri og nautalund frá Kosovo. Svo var bara farið út í almenna drykkju og gleðskap. Um eittleytið Kosovo-time komu svo bretar af efri hæðinni og djömmuðu með, og á slaginu eitt (sem er tólf hjá ykkur sem voru föst á Íslandi um áramótin) var skálað. Og svo var dansað af mikilli innlifun í stofunni.

Svo er ég bara að fara að koma heim. Laugardagskvöldið klukkan 00:20 (sem er eiginlega sunnudagur, en þið vitið hvað ég á við) lendi ég í Keflavík.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, December 29, 2003
Meira Kosovo blogg

Jæja, allt að gerast í borg hreinleikans og skipulagningar, í gær var hún þó yfirgefin. Við fórum í bæjarfélag sem heitir Bresorvica, og þar var farið á snjóbretti!!! Það mætti segja að brekkurnar séu soldið betri en heima á klakanum, en eina brekkan sem var opin (það er ekkert mikill snjór hérna) var í 2193 metra hæð. Stólalyftan var nú ekkert sérstaklega traustvekjandi, soldill svona sólstóll-á-priki fílingur. En brekkan var góð og veðrið alveg fabjúlöss (-2 gráður uppí fjalli, heiðskýrt og logn). Tek myndir næst og skrifa sögu fyrir Geira Bigjump.

Á kvöldin fer tíminn yfirleitt í að spila eitthvað skemmtilegt við foreldra og gesti (Sequence hefur slegið í gegn), og svo er horft á Soprano þátt dagsins á DVD. Pabbi var búinn að redda nokkrum DVD myndum fyrir mig þegar ég kom, Last Samurai, Return of the King, og Master and Commander. Heimamenn ekki alveg með höfundaréttarlögin á hreinu. En ég hef bara horft á Last Samurai, sem var greinilega tekin upp í bíó og svo skrifuð á disk í tölvu, því þrisvar í myndinni heyrir maður hið kunnuleg MSN hljóð. Ég er ekki viss um að Tom Cruise hafi verið að fá MSN boð árið 1876.

Og að lokum nokkur skilaboð:

Jónas: Náðiru að redda þessu?
Boggi: Geymdu spari-kæfu fyrir mig.
Palli: Ég er með MoJoið þitt (tek það af einhverri ástæðu alltaf með mér til útlanda)
Addi: Ég á nýja körfuboltaskó, og við tökum sko á því þegar ég kem heim!
Gutti: Blogga oftar.
Heiður: Kaupi súkkulaði fyrir þig í fríhöfninni.
Robbi: Farðu nú að vera meira í Reykjavík, og koddu með í körfu.
Sóðabrækur: Takk fyrir Ruth (og Jónas þurrkaðu af henni!)
Birna: Skemmtu þér vel um áramótin (hehe).
Geiri: Það er sko bannað að vera á Burton í Bresorvica.


posted by Jóhann Þórsson| link