<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d4408405026834096493', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða Vesturbæings



Saturday, February 14, 2004
Diskur vikunnar

Diskur vikunnar er án efa Blowout Comb með Digable Planets. Mæli með því að sem flestir tékki á honum.

Svo er Firefox auðvitað að gera góða hluti (sjá post fyrir neðan), en allt sem mér leist ekki á í sambandi við hann er nú horfið. Ég sé ekkert nema kosti og mæli með að allir downloadi og installi þessari snilld. Enga stund að ná í hann, enga stund að installa og ekkert mál að nota. Svo er líka hægt að hafa Explorerinn opinn á sama tíma ef maður er eitthvað smeykur við Firefoxinn.

En ég er kærustulaus á Valentínusardaginn, hvað er með það? Ekki það að mér sé ekki nokkuð sama, þannig séð, enda er þetta meira fyrir stelpurnar en strákanna. Þá er 1. mars nú kanski svona dagur fyrir okkur. 1 mars vil ég fá bjór frá kærustunni!!!


posted by Jóhann Þórsson| link


Firefox


Fékk mér Firefox browserinn sem RobbiK benti á. Er að venjast honum, en líst bara vel á. Sumt sem lúkkar soldið furðulega í honum, en hann hefur nú þegar drepið 3 pop-up glugga, þannig að ég er sáttur.

Sýnist samt þetta ekki virka rétt í þessum browser:


"Jói, er þessi lykt af blómunum eða varst þú að prumpa?"

Valdimar Víðisson (aksjúal kvót)


**Öppdeit** Nei, sést ekki í Firefox browsernum. Bakgrunnurinn er hvítur, þannig að stafirnir sjást ekki. En tabs eiginleikinn er alveg að gera það fyrir mig. Get haft tvær eða fleiri síður opnar og flétt á milli, í stað þess að hafa tvö eintök að Explorer í gangi í einu.

**Öppdeit 2** Búinn að laga þetta. Var sko bara stillt á Gray, sem ekki allir browserar skilja. Setti bara á blátt í hex: #004080, auðvitað..... og aftur grátt #808080.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, February 12, 2004
A Peeance Freeance Pálmaristan

Það er ekkert merkilegt að gerast. Jú, ég uppgötvaði að hægt er að stilla Goggle á klingonsku, sem ég og gerði samstundis. Bónus er staðurinn og Boggi fer iðulega snemma á fætur (eins og ég undanfarið, spyrjiði bara Heiði).

Um helgina er ekkert planað. Þó er planið hjá mér og Jónasi (sem erum ekkert búnir að plana) að grilla feita hamborgara hjá Gutta á morgun, en við eigum eftir að ræða það við hann. Róbert er að koma í bæinn og vill fara í körfu, en það á eftir að redda sal.

Ég hef enn ekki rakað mig síðan Survivor byrjaði og er Heiði aðeins farið að lítast illa á þetta.

Spá fyrir sumarið:

a)Bandaríkjamenn, og þá meina ég auðvitað Ríkisstjórn þeirra, ákveða að "frelsa Norður Kóreu undan harðstjóranum Kim Chong-il". Það leiðir að stríði sem á eftir að endast fram yfir kosningar. Þetta verður gert til að reyna að halda fíflinu George W í forsetastólnum, en það er að verða nokkuð ljóst að John Kerry verður líklega næsti forseti þeirra (og keppir svo við Hillary Clinton um að verða efni demokrata 2008).

b) Heiður verður að vinna hjá DV.

c) Ég verð að vinna upp á Kárahnjúkum fyrri helming sumars, við það að skrifa greinar um ágæti fyrirtækjanna Alcoa, Impregilo og Bechtel. VG vísa mér úr flokknum og Huginn yrðir aldrei á mig aftur.

d) Ég sit inni sinni hluta sumars vegna gífurlegra skulda við ýmis fyrirtæki.

e) Jónas og STimes látast um mitt sumar vegna kransæðastíflu.

f) Pálmaristan verður lýst Peeance Freeance.

Og auðvitað vantaði diskana Rust in Peace með Megadeth og Sailing the Seas of Cheese með Primus á tónlistalistann hér fyrir neðan. Viðeigandi listamenn eru beðnir afsökunar.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, February 11, 2004
Skemmtileg uppgötvun (og gjöf til bróður STimes)

Ég var að leita að einhverju sætu á netinu fyrir Heiði og skrifaði því Pink Chocolate í google image search (ég er að læra á kvennfólk sko og það er eitthvað með bleika hluti og súkkulaði). Eníveis þá krossbrá mér þegar ég sá niðurstöðurnar, sem voru eiginlega meira fyrir mig en hana.

Ekki fyrir fólk undir 18 ára.

**viðbót** Styttist í að Boggi fái link.


posted by Jóhann Þórsson| link


Um ágæti Atkins kúrsins

Atkins gaurinn var 115 kíló þegar hann dó, og átti við hjartavandamál að stríða. Góður megrunarkúr.

Borða minna, hreyfa sig meira. Ekki þetta fita og prótein rugl. Prótein er reyndar þrusuhollt, ef það er borðað jafnt með kolvetni. Hananú.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, February 10, 2004
This Modern World


Sniðugt.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, February 09, 2004
Rakstur

Annar Survivor þátturinn búinn og tekur því við önnur vika þar sem ég raka mig ekki. Kærustunni líst reyndar ekkert vel á það og ef hún fer eitthvað að kvart þá fær hún sko bara að heyra það (líklega á svipaðann hátt og ónefndur vinur minn: Einn út á svölum að muldra í bringunna "Ég raka mig sko ekki neitt.")

Ég vona að hún lesi þetta ekki.


posted by Jóhann Þórsson| link


Kotasæla

Coldplay fá kotasæluverðlaun vikunnar fyrir að tileinka John Kerry Grammyverðlaun sín. Coldplay eru nefnilega bara nokkuð pólitískir (eflaust í óþökk Palla).


posted by Jóhann Þórsson| link


STimes:

a) Það er ekkert að því að fíla Otter Creek bjórinn. Ég drakk soldið af afurðum þeirra síðasta sumar.

b) Viltu sýna Magga þetta, láta hann lesa og prenta út og dreifa til þeirra sem hann þekkir sem ætla að kjósa Bush.

c) Hegða þér vel

d) Skoða þetta líka. Soldið fyndið. Þið hin megið líka skoða.

e) Safna samúðarskeggi með mér og Bogga.


posted by Jóhann Þórsson| link