<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, October 01, 2004
Ómissandi, heitt, og mælimeð

Hérna kemur stuttur listi yfir dót sem ég mæli með að fólk prófi, smakki, hlusti á, lesi, þefi af, snerti..... og svo framvegis.

 • Drykkjar Skyr. Betra en mig hefði grunað, og hollara en smjör.
 • Ragnheiður Gröndal. Fáránlega góð söngkona.
 • Kappræður forsetaframbjóðendanna í BNA. Furðugóð skemmtun. Sérstaklega ef þið eruð í sms sambandi við skólastjóra úti á landi.
 • Gömlum vísinda og hryllings sögum. Nú er ég að tala um Edgar Allan Poe, H.P. Lovecraft, John Wyndam, Poul Anderson.
 • Allt sem Neil Gaiman hefur skrifað. Mig minnir að ég hafi sagt það áður. Það verður að hafa það.
 • Að fólk eyði ekki tíma í að horfa á Taxi 3.
 • Að fólk eyði tíma í að horfa á Lost In Translation, The Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Hero.
 • Debet kortum
 • M.C. Escher. Hann er ekki rappari.
 • Sherlock Holmes.
 • Palla.


posted by Jóhann Þórsson| link


HAHAHAHA

Karl Rove must have known things didn't go well when the New York Post asked him whether this was the worst debate of President Bush's life. No, Rove insisted. This was one of the president's best debates, and one of John Kerry's worst. "Really?" asked the reporter, Vince Morris. "You can say that with a straight face?"


Þetta finnst mér fyndið.


posted by Jóhann Þórsson| link


KappræðurKerry var með mikla yfirburði, engin spurning! Ég og Valdi horfum á þetta í hálfgerðri sameiningu, sms-uðumst af miklum krafti en vorum sammála um að Kerry hafi átt þetta.

Enda er Bush ekki maður sem á að vera að tala mikið upp á eigin spýtur.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, September 30, 2004
Calvin og Hobbesposted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, September 29, 2004
Við fáum mynd:Og áróður.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, September 27, 2004
Loka loka Survivor listinn

Jói: Brady FBI
Palli: John Kenney
Boggi: Össur (Chris eða Chad eða eitthvað, gurinn með staurfótinn)
Heiður: Mia
Kónga: Julie Berry
Jónas: Lisa
Hjördís: Dolly

Og hananú. 6 kippur af bjór handa vinningshafanum.


posted by Jóhann Þórsson| link


Ameríkanar eru veik þjóð

Hvernig stendur á því að þegar fréttamaður, hversu frægur sem hann svosem er, gerir mistök að allt verður vitlaust en forsetinn fer í stríð út af upplýsingum sem voru ekki réttar og það þykir bara fínt?
Nú er ég auðvitað að tala um Dan Rather, sem birti skjöl sem áttu að vera frá herþjónustu Bush (ef herþjónustu mætti kalla, aumingi!) í 60 Minutes sem reyndust vera fölsuð... eða ekki var hægt að sanna að þau væru ekki fölsuð, skiljiði? Þar er allt að verða vitlaust út af þessu núna. En það er ekki eins mikið mál gert úr því að forsetinn hafi farið í stríð út af gögnum sem reyndust síðan vera mesta þvæla, eða svona svo ég geti vitnað í Douglas Adams, a fetid pair of dingo´s kidneys. Ísland (og þá meina ég gufurnar sem gegna embættum forsætis og utanríkisráðherra) var meira að segja platað til að taka þátt. Mér þykir íslneskir fjölmiðlar ekki nógu harðir við þessa menn.


posted by Jóhann Þórsson| link