<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, December 09, 2004
Pakkajól

Ég ætla ekki að biðja um meira dót handa mér í bráð. Þess í stað vil ég benda vinum mínum á að gefa þeim börnum sem búa ekki eins vel og þeir pakka. Þið kaupið bara einhvern pakka handa barni, merkið aldur og kyn og setjið undir jólatréð í Kringlunni. Mæðrastyrksnefnd sér um að koma þessu á góðna stað, og jólasveinninn brosir og þið fáið gott í skóinn fyrir vikið.

Það hefur engin afsökun fyrir því að gera þetta ekki ("Ég nenni því ekki." telst ekki með Palli). Ég veit að vinir mínir hafa alveg efni á að gera þetta.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, December 07, 2004
Jóa-gjafalisti #2 New and Improved!

1. Bækur í Dark Tower seríunni eftir Stephen King. Verð líklega að komast á 3 bók um 24 des.
2. Gjafabréf í Kringlunni. Fer líklega í það að kaupa fartölvu (það er sko ekki hægt að nota þau í ÁTVR).
3. Star Wars safnið á DVD. Addi vinur minn var svo góður að gefa mér það í afmælisgjöf um daginn. Takk takk Addi minn.
4. The Return of the King, Extended útgáfan á DVD.
5. Larousse Gastronomique. Kokkabók. THE Kokkabók! Mig langar soldið mikið í þessa. Kanski OF mikið?
6. Ársáskrift að Computer Arts Projects, Nature Genetics, National Geographic, The Ecologist eða The Economist.
7. Myndir eftir Brom. Sjá bromart.com og svo prints. Yrði auðvitað fáránlega glaður að fá original, en það er líka fáránlega dýrt.
8. Transitions, bók með myndum eftir Todd Lockwood. Fæst kanski í Nexus. Eða bara í Eymundsson.
9. Bókahillu. Helstu stóra og veglega úr dularfullum dökkum viði.
10. Sandman bækurnar eftir Neil Gaiman. Fást í Nexus og Mál og Menningu. Ég á fyrstu 3, vantar og vil fá allar hinar.
11. Burnout3 fyrir Playstation 2.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, December 06, 2004
Afmæli!

Af því að ég gat ekki hringt í hann og gleymdi að senda email, þá ætla ég bara að nýta þennan miðil til að óska föður mínum innilega til hamingju með afmælið. Hann er einn í Kosovo (eða svona, einn af fjölskyldunni allavega). Það er ekkert gaman að eiga afmæli einn. En hann kemur heim bráðum og þá fær hann kanski köku.

Til hamingju með afmælið pabbi!!


posted by Jóhann Þórsson| link


Sunday, December 05, 2004
Mér dámar nú yfirleitt

Og á því varð engin breyting um helgina. Ég er búinn að era veikur um helgina og neyddist til að yfirgefa vinnuna á föstudaginn. Það er ómögurlegt að vera að selja tölvur og dót þegar maður er kvefaður. Í gær versnaði kvefið og var einhvernveginn allt í nefinu og bakvið augun. Ég starði stundum bara út í loftið og heyrði ekkert hvað fólk var að segja við mig (spyrjiði Heiði um Hagkaupsferðina).

Núna er GTA kvöld með Palla og Jónasi. Það er sko gaman!


posted by Jóhann Þórsson| link