<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, December 31, 2004
Jólarassmök!!!

Í kvöld eru sko hin miklu tveggja-árs frestis gleðihöld í Pálmaristan, betur þekkt sem Jólarassmök.

Ef ég er ekki búinn að bjóða ykkur, þá er ykkur boðið núna (offer excludes Björn Bjarnason and George W. Bush).

Jói, keisari, samræðis- og utanríkisráðherra Pálmaristan.

**viðbót** Hérna má sjá myndir af hinum virðburðaríka miðvikudegi, þar sem við hittum/sáum Keifer Sutherland. Allt í boði Adda.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, December 30, 2004
Gærdagurinn

Gærdagurinn var sko alveg hin ágætasti. Ég og Heiður sváfum frameftir, síðan var egg og beikon í morgunmat, og stuttur göngutúr í góða veðrinu. Síðan var horft á Return of the King Extended útgáfuna (sem Heiður gaf mér í jólagjöf) í græjunum hans Palla í Pálmaristan. Addi og Fjóla komu og horfðu á með okkur og við pöntuðum pizzu.

Síðar um kvöldið var haldið á vit ævintýranna á Rosenberg að hlusta á Sváfni mág hans Adda spila tónlist. Það var sko gaman, ég og Heiður dönsuðum meira að segja, slík var gleðin. Keifer Sutherland sá sér einnig fært að mæta, og ekki er laust við að ég og Addi höfum verið eins og 12 ára stelpur á Nylon tónleikum í návist hans. Við reyndum, án árangurs, að láta mynda okkur með honum en kennum leiðinlega fulla gaurnum sem hékk utan í honum um að ekki gekk nógu vel.

Jói Heiður Addi og Fjóla og Keifer Sutherland. Like This!


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, December 28, 2004
Larousse Gastronomique

Ég lét verða af því og er nú stoltur eigandi bókarinnar. Þið megið óska mér til hamingju.

Í kvöld eru svo litlu jólin í Fornhaga 24. Það verður drukkið meria malt og appelsín og súkkulaði og snakk og svona. Allir koma með lítinn pakka og allir fá lítinn pakka.

Takk takk. Munið svo eftir að djamma fallega á föstudaginn.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, December 27, 2004
Geðveikin á enda

Jamm, þá eru jólin búin, eða svona eiginlega. Ég fékk auðvitað fullt af fínu dóti, eins og ég var búinn að biðja um. Auðvitað er samt sælla að gefa en þiggja og æeg er bara ánægður með viðbrögð fólks við pökkunum sem þau fengu frá mér.

Svo átti Addi afmæli og bauð mér og frúnni í stórsteik (sem mér fannst töluvert betri en allt hangikjötið sem fékk um jólin, en mér finnst hangikjöt ekkert sérstakt.)

Svo eru bara Jólarassmök 2004 á föstudaginn!!!


posted by Jóhann Þórsson| link