<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsWednesday, March 23, 2005
Kvikmyndasmekkur einhvers gaurs

Sá þennan lista á einhverju bloggi. Þetta eru sko uppáhaldsmyndir einhvers gaurs, ég þekki hann ekki og veit ekkert hver hann er. En líst vel á hann. Ég set inn listann, og skrifa fyrir aftan álit mitt á myndunum.

Eternal Sunshine of the Spotless Mind: algjör snilld. 4 stjörnur
Mullholland Drive: man ekki eftir að hafa séð hana.
Jacob's Ladder: Ditto
Waking Life: Ditto
Adaptation: Algjör snilld, þó maður fatti það ekki á meðan maður er að horfa á hana.
The Matrix: Þarf eitthvað að segja?
Fight Club: Ein af mínum allra uppáhaldsmyndum.
Donnie Darko: Önnur af mínum uppáhaldsmyndum.
Dark City: Góð, kanski ekki með hinum í klassa samt.
Being John Malkovich: Ég hló eins og fífl þegar ég horfði á hana. 3 og hálf stjarna.
Memento: Ein af mínum uppáhlds. Tær snilld.
The Thirteenth Floor: Sæmileg. Lang síðan ég sá hana samt.
Brazil: Minnir að hún sé bara leiðinleg.
The Game: Fínasta skemmtun, soldið mikið sem ekki gengur upp.
Twelve Monkeys: Ótrúlega skemmtileg.
A Beautiful Mind: 4 stjörnur. Ekkert slæmt um hana að segja, en nenni líklega ekki að horfa á hana aftur.


posted by Jóhann Þórsson| link


Páskar

Þá er loks komið að því. Hátíðinni sem ég bíð eftir í mikilli örvæntingu allt árið... Páskar! Páskar eru í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess trúarlega mikilvægis sem þeir spila í mínu hjarta. Á föstudaginn er mesti sorgardagur vestrænnar menningar og ég er ekki viss um að ég geti fengið mig til að gera mikið, slík er sorgin.

Neihhhh......ég ætla að vitna lauslega í Richard Dawkins vin minn og segja: ef þið viljið í fúlusta alvöru að ég virði það að þið trúið á biblíuna og að einhver "guð" vaki yfir mannkyni (hin dýrin eru ekki nógu góð fyrir hann), þá verðið þið að virða (og meira segja trúa sjálf) að ég trúi að 12 búlgarskar ljósaperur fylgi mér hvert sem ég fer og verndi mig (nema þegar eitthvað kemur fyrir, enda eru vegir Ljósaperanna órannsakanlegir). Ef þið getið ekki afsannað tilvist Ljósaperanna, eru þær til.

Anyway...... Um páskana á sko að flytja og ég býst fyllilega við að á sunnudaginn verðum við Heiður búinn að koma okkur vel fyrir á Grandavegi 7. Á mánudaginn eru blóm og peningagjafir vel þegnar. Nema blómin, ég er með frjókornaofnæmi.

Og hvað var með Queer Eye for the Gay Guy í gær? Og síðasta Survivor þátt, hann var bara furðu góður. Heiður datt út, hehehe.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, March 22, 2005
Í dag:

World Water Day. Alþjóðadagur vatnsins. VIð Íslendingar eigum nú svo mikið vatn að við þurfum ekkert að spá í þessu. Allir í bað í dag segi ég, og skilja kranana eftir í gangi þegar fólk fer úr húsi.

Google heldur líka daginn hátíðlegan:


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, March 21, 2005
Fyrir nördana vini mína

13 things that dont make sense. Hérna er verið að tala um hluti sem erfitt er að útskýra, eins og cold fusion og dark matter. Interesting stuff, if your into that sort of thing.


posted by Jóhann Þórsson| link