<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d4408405026834096493', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða Vesturbæings



Saturday, April 09, 2005
Hotel Rwanda

Í dag fór ég í bíó með Geira og Bobby Fischer, að sjá myndina Hotel Rwanda. Ég fór reyndar bara með Geira en Bobby Fischer var líka á myndinni. Anyway... þá er þetta einhver albesta mynd sem ég hef séð lengi. Það er allt gott við hana sem getur verið gott í einni mynd, sérstaklega Don Cheadle. Jamie Foxx skal hafa gert eitthvað rosalega merkilegt í Ray til að hafa unnið Óskarinn frekar en Don Cheadle.

Myndin fjallar um fjöldamorðin í Rwanda 1994, eða öllu heldur um Paul Rusesabagina (já ég sagði Rusesabagina) sem er hótelstjóri og hýsir flóttamenn á hoteli í Kigali á meðan landið er í geðveiki. Sagan er byggð á sönnum atburðum og er held ég bara nokkuð trygg því sem gerðist. Það er mikilvægt að allir fari á hana og sjái rasisma stórveldana, sem sáu sér ekki fært að gera neitt á meðan 800.000 manns voru drepin, oftar en ekki með sveðju.

Það skiptir miklu máli að allir sjái þessa mynd. Hún er 4 stjörnu mynd frekar en nokkur önnur. Mögnuð.


posted by Jóhann Þórsson| link


Friday, April 08, 2005
Í kvöld og um helgina

Iceland Film Festival.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, April 07, 2005
Handa D&D vinum mínum

Fín mynd eftir Lockwood. Bara svona.



posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, April 06, 2005
Bloggermynda keppni Jóa

Jamm. Ég hef í hyggju að bjóða fólki upp á myndakeppni á blogger. Fólk hefur eina viku til að setja inn mynd á bloggið hjá sér sem það vill að ég taki til greina sem "Flottasta Mynd Bloggsins í apríl ´05". Verðlaunin eru af verri endanum en þau eru eitt Yorkie súkkulaði stykki, og volgt mjólkurglas.

Myndin sem þið setjið inn má vera ljósmynd, mynd sem þið teiknið í Paint, eða Photoshoppuð mynd sem tók ykkur hálft ár að fullgera. Og á maður ekki að hafa þema?... hmm.... þemað á að vera...frjálst. Ekkert þema.

Postið listaverkin svo bara á blogginn ykkar undir heitinu "Myndakeppni Jóa"


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, April 04, 2005
Myndasíða Heiðar og Jóa

Ég var að fatta að ég er ekki ennþá búinn að benda fólki á myndasíðu okkar Heiðar. Heiður er búinn að vera rosa dugleg að setja inn myndir og skýra, og það má skoða hér: Myndasíða Heiðar og Jóa

Þar má finna fínar myndir eins og:


Ísbjörnin


Og margar fleiri. Tékk it át!


posted by Jóhann Þórsson| link


Helgin

Helgin var nú ekkert rosalega svakalega viðburðarík... bíó og vídjógláp aðallega. Fórum á Be Cool á fimmtudaginn. Hún er eins og amerísk útgáfa af Snatch... samtölin eru það sem keyrir myndina áfram. The Rock fer á kostum... ég gef henni sko 2 og hálfa fyrir að vera sniðug og fyndinn, en handritið er alls ekki gott og hún er langdreginn á köflum. Í gærkvöldi horfum við á Bad Santa (takk fyrir lánið Palli), og ég hef ekki heyrt svona mikið blót í mynd í rosalega langan tíma. En hún var sæmileg... kanski aðeins of löng.

Svo er bara Survivor í kvöld og Queer Eye á morgun. Gaman gaman.


posted by Jóhann Þórsson| link