<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, April 29, 2005
Góðar og vondar fréttir

Góðu fréttirnar eru þær að það á að hreinsa sprengjur af Patterson svæði nálægt herstöðinni í Keflavík. Þetta er auðvitað bráðnauðsynlegt.

Vondu fréttirnar eru þær að ríkið ætlar að borga þetta. WTF?!?!?!? Er ekki réttara að láta herinn borga fyrir að hreinsað sé undan þeim. Þetta eru 9.8 millur, sem er ekki mikið í augum bandaríska hersins, en ég held að þessum pening yrði betur varið í t.d. Barnaspítala Hringsins, laun starfsmanna á sjúkrahúsum eða eitthvað. Það er auðvitað Björn Bjarnason sem stakk upp á því að ríkið skyldi borga þetta.

Látum kanana borga þetta!


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, April 28, 2005
Tónleikasumar

Það stefnir í að eitthvað verði af tónleikum hér á landi í sumar... Velvet Revolver, Foo Fighters og QOTSA, Megadeth, Alice Cooper, Iron Maiden... og eflaust eitthvað sem á eftir að bætast við.

Ég stefni á að fara á Foo Fighters og jafnvel Megadeth ef einhver nennir að koma með. Velvet Revolver nenni ég ekki á, og sérstaklega ekki þegar ég sá að það var í samvinnu við ClearChannel, sem er samtök útvarpsnasista í USA.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, April 27, 2005
Framundan:

Star Wars Episode III Revenge of the Sith.

The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy.

Ég get varla beðið...


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, April 25, 2005
Halló halló kæru lesendur!

Velkomin aftur á bloggið mitt. Síðan þið voruð hér síðast hefur margt skemmtilegt gerst. Fyrir mig allavega... ég veit náttúrulega ekki með ykkur. Ég var svo heppinn að fá fjögurra daga helgi, sem nýttist í alls kyns virleysu.

Ég og Heiður tókum sumardaginn fyrsta með trompi og þrifum íbúðina allrækilega og hengdum upp öll málverkin (Ópið sem við fengum á spott prís t.d.) þannig að íbúðin lítur öll betur út.

Á föstudaginn fórum við með Hóse í skoðun og þar sprakk bremsuslangan. Skoðunarmaðurinn vildi nú meina að við værum heppinn að þetta hefði komið fyrir hjá honum.. við vorum auðvitað alveg alsæl. Fínt að þurfa að fara með hann í viðgerð og svo aftur í skoðun. Reyndar er kanski betra að þetta kom fyrir þarna en ekki þegar maður er að nauðhemla ef hundur hleypur fyrir bílinn (hver nauðhemlar fyrir ketti?). Ég fór líka í klippingu. Um kvöldið komu Bebba, Kónga, Sigrún, Hobba og Gummi í heimsókn, og ekki er laust við það að ég og Gummi höfum flautað og horft uppí loftið þegar stelpurnar töluðu um hver var að gera hvað með hverjum á Stykkishólmi. Annars var pöntuð pizza frá Eldsmiðjunni (bestu pizzur í bænum) og spilað Pictionary, og allir skemmtu sér þrælvel.

Á laugardeginum fórum við Heiður með rútinni á Selfoss þar sem pabbi hennar sótti okkur og við fórum uppí bústað. Tengdó grillaði fyrir okkur og það var sko fínt að tjilla uppí bústað með þeim. Ég get varla beðið eftir að þau fái sér pott.... þá verður engin ástæða til að hanga í Reykjavík um helgar.

Það sem ég lærði um helgina:
Snowball kemur ekki aftur í bókinni Animal Farm. Heiði finnst ekki gaman í rútu. Rollur eru ekki gáfuð dýr. One Point O er ekki góð mynd.


posted by Jóhann Þórsson| link