<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, May 19, 2005
Eftir varlega íhugun..

.. hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Hotel Rwanda sé besta mynd sem ég hef séð á árinu. Já, hún er betri en Star Wars. Þarna er reyndar kanski furðulegur samanburður, annarsvegar höfum við stærstu mynd sumarsins, ef ekki stærstu og mest hæpuðu mynd ever, og hinsvegar er lítil mynd um sanna atburði í litlu afríkuríki. Gallarnir í nýju Star Wars myndinni gera það hins vegar að verkum að hún fær ekki fullt hús stiga hjá mér, en það fékk Hotel Rwanda aftur á móti.

Eða er ég bara að verða gamall?


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, May 18, 2005
Meira um stríð á fjarlægumn slóðum

Eins og alþjóð veit fór ég að sjá nýjustu Star Wars myndina í gær. Hún er alveg svona líka mögnuð (annað en Hitchhiker´s Guide) og allt virtist ganga upp. Söguþráðurinn var flottur (aðeins of fljótt farið yfir sumstaðar kanski, en þarf jú að koma þessu fyrir innan 3 tíma), tæknibrellur auðvitað geðveikar, og bardagaatriðin kúl. Yoda og R2D2 eru líka að rokka í myndinni.

En ..... ég veit að þið farið á hana um helgina. Believe the Hype!


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, May 17, 2005
Í kvöldÉg er ekkert spenntur, enda eru myndir sem gerast í geimnum barnalegar. Ég er ekki búinn að bíða eftir þessari mynd síðan ég var 6 ára.

Ég endurtek, ég er ekkert spenntur.

*hóst*


posted by Jóhann Þórsson| link