<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, June 04, 2005
Laugardagsmorgun

Ég sit við tölvuna (klukkan er 8:20) að borða morgunmat og er að fara að vinna í BT klukkan 10:00. Þar er eitthvað geðveikt laugardagstilboð á einhverju drasli þannig að það verður fólk að bíða við dyrnar klukkan 9:45. Það stefnir í leiðindadag. Ég á ekki frídag fyr en eftir viku, og er meira að segja aðeins að spá í að vinna þá helgi.

Nýja vinnan er bara nokkuð kúl. Við erum tveir, ég og Gummi coworker Guy, inná stórri skrifstofu. Þar erum við að setja upp gagnagrunnskerfi á server sem er á Landspítalanum. Við erum núna að debugga uppsetningu númer tvö.. en þar var, get this... verið að vísa í töflur og view sem ekki var búið að búa til, og breytur sem ekki var búið að declare-a. *Jói hristir hausinn* Við löguðum villurnar í gær en náðum ekki að setja þetta upp aftur af því að klukkan var að verða 17:00 á föstudegi... ekki það að ég hafi gert nokkuð í gærkvöldi.

Anyway.... þá er ég að fara norður eftir tvær vikur í 5 ára stúdenstdjamm með Heiði. Ég fór hvorki á mitt 1 árs né 5 ára þannig að ég ákvað að ég skyldi allavega fara núna. Það verður rafting og eitthvað á þrjiðudeginum svo djamm og djamm og auðvitað moðsteikt lamb í Höllinni.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, June 02, 2005
Pínublogg

Mikið að gera í vinnunum mínum þessa dagana. En... þið getið drepið 10 mínútur með að lesa um þetta. Best geymdu leyndarmál sem eftir eru... eftir Deep Throat sko.

Svo er auðvitað.... hvað segir Palli við stelpurnar? Mig langar soldið vita það.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, May 30, 2005
Tónleikar

Það er þá staðfest að ég og Heiður förum á Foo Fighters og QOTSA, ásamt Gutta og Robba kanski... og ef til vill Palla og Bogga líka.


posted by Jóhann Þórsson| link


Sunday, May 29, 2005
Myndir sumarsins

Guardian talar um væntanlegar stórmyndir, bæði hvort þeir trú að þær verði góðar, og /eða vinsælar. Ég er alveg mjög bjartsýnn á Batman, en ekki á Mr. and Mrs. Star Wars er auðvitað mesta "sumarmynd" sumarsins. Ekkert helvítis rugl.

Nema War of the Worlds verði góð.


posted by Jóhann Þórsson| link