<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, June 18, 2005
Ebayposted by Jóhann Þórsson| link


Kominn a heima að norðan

Mikil þreyta í gangi. Set inn myndir í kvöld.

Það er nú meiri blíðan í Raykjavík.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, June 14, 2005
Bókadómur

Í gærkvöldi kláraði ég bókina American Gods eftir Neil Gaiman. Hún var mjög góð, en ekki alveg þapð sem ég hélt.. og mér fannst hún ekki enda nógu vel. Reyndar gerist síðasti kaflinn, sem er eiginlega ekki kafli heldru svona auka 6 blaðsíður, í Reykjavík, það er meira að segja töluð íslenska. Anyway... þá fær bókin fjórar stjörnur af fimm en ég mæli frekar með Neverwhere.

Í American Gods er reyndar að finna frábær atvik sem eru þes virði að lesa bókina ein og sér. Til dæmis er Shadow, söguhetjan, að labba í skógi og honum til samlætis er Huginn, hrafn Óðins (bókin er um stríð gamallra guða við þá nýju). Þeir tala eitthvað saman og svo kemur þögn. Þá segir Shadow við Huginn: "Say Nevermore." Huginn svarar: "Fuck you." Ég hló soldið. Mig grunar samt að frekar fáir fatti þetta, en tékkiði bara á ljóði Edgar Allen Poe, The Raven. Þá fattiði þetta. Ég er ekki nörd.

Annars er nýja bókin hans að koma í október og.. vitiði hvað?!?!?! Brom er að fara að gefa út skáldsögu (sem hann myndskreytir auðvitað sjálfur) í haust. Gaman gaman.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, June 13, 2005
Helgin

Sælt veri fólkið. Helgin var nýtt í allskyns vitleysu. Eftir vinnu á föstudaginn fór ég í afslöppun, las American Gods uppí sófa og hlustaði á Godspeed You Black Emperor á meðan og sötraði einn öl. Síðan fór ég í Pálmaristan að sötra með Palla, Bogga afmælisdreng og Ingvari nýbúa. Það var bara ágætt, rökræður í bjórbúning, þar sem ég hef iðulega minna rétt fyrir mér en ég held, en tala af miklum sannfæringarkrafti. Farið var í bæinn, Hverfis, Sólon og Ara í Ögri. Ég held að ég sé að verða gamall því mér er farið að finnast of mikil læti og reykjamökkur inná öllum stöðum og vil helst bara sitja úti og spjalla. Ég rölti heim á leið, með viðkomu á Kebabhúsinu (of course) og stuttu spjalli við Jón Fannar og einhvern "The-Earth-was-created-by-a-superior-being" kana. Hver var aftur slóðin Jón?

Daginn eftir reif ég mig á lappir til að fara á Selfoss að sækja Heiði sem eyddi kvöldinu í sóðalegu vinnudjammi uppí einhverjum bústað. Við fórum í Skjöld, sem er bústaður foreldra hennar, og áttum góðar stundir. Sunnudagsmorgunin vöknuðum við og fórum með krakka systur hennar, Jón Víði og Ásdísi Möllu, í Skratta. Eða Skrekk. Slatta? Slakka? Örugglega Slakka... það er allavega svona Húsdýragarður á suðurlandinu og þar sá ég skapvondan kalkún (djöfull eru það ljót kvikyndi) loðnustu kanínu í heimi og páfagauk sem sagði "Halló."

Semsagt bara fínasta helgi.


posted by Jóhann Þórsson| link