<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsWednesday, July 20, 2005
Það sem gerist óvart

Var að leika mér í Photoshop, er alveg að fara að breyta blogginu(já aftur). Þegar maður er að fikta gerast oft ótrúlegustu hlutir. Eins og þessi mynd sýnir

posted by Jóhann Þórsson| link


Í tilefni dagsins

Þar sem Jónas á afmæli í dag er honum boðið í afmælispartý á Grandavegi 7. Þar verði ekkert sparað og í boði verður PS2 spilun, örbylgjupopp og ískalt Coca-Cola. Hann þarf bara að senda staðfestingar sms og greiða IKR 7500 við dyrnar. En þar sem ég skulda honum 3000 kall og hann á afmæli fær hann allt þetta á aðeins 4000 kall!

Til hamingju með daginn kallinn!


Veislan sem bíður Jónasar


posted by Jóhann Þórsson| link


Grill og kjörþyngd

Mig grunar að vísirinn á vigtinni eigi eftir að færast nær og nær 80 er líður á sumarið. UberGrill 2500 sem við fengum nýlega á ekki eftir að hjálpa til.


George Foreman my ass!


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, July 19, 2005
Aftur að skammsýnum og illa gefnum stjórnmálamönnum

Hér er grein á BBC þar sem fram kemur að um 25,000 Írakar hafa látist á átökum þar. Stríðið snérist um það að finna kjarna, efna, eða sýklavopn sem allir sem vildu vita vissu að væru ekki til staðar í landinu.

Annað hvort eru Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson siðblindir, skammsýnir og illa gefnir eða ROSALEGA spilltir. Mig er farið að gruna sterklega að þeir hafi einfaldlega fengið borgaðar háar peningaupphæðir fyrir stuðning sinn við stríðið. Eitthvað hlýtur það að vera. Vissulega vitum við að spilling er ekkert nýtt fyrir Sjálfstæðisflokknum.

VG in 2007!


posted by Jóhann Þórsson| link


Wad of Gore

Í gærkvöldi var karlmannlegt grill og God of War kvöld á Grandaveginum. Ég lenti reyndar í eintómu basli með að redda gaskúti þar sem stúturinn sem fylgdi grillinu er einhver týpa sem er ekki notuð lengur þannig að ég þurfti að redda nýjum þrýstijafnara (ég lærði þetta orð í gær) ásamt því að kaupa kútinn. Fyrst fór ég á Olís útá Ánanaustum. Þeir áttu ekki þrýstijafnara. Þá fór ég á ESSO á Ægissíðunni. Þeir redduðu mér aldeilis, létu mig fá fínan þrýstijafnara og 9 kg gaskút. Ég fór heim með draslið og byrjaði að tengja. Þá kom í ljós að þrýstijafnarinn (sem ESSO lét mig fá) passaði ekki á kútinn (sem ESSO lét mig líka fá). Þannig að ég fór til baka með kútinn og þrýstijafnarann og skilaði þrýstijafnaranum. ÞÁ fór ég á Shell hjá Þjóðarbókhlöðunni. Þeir redduðu mér heldur betur og loksins gat ég grillað.

Svo komu Geiri og Robbi, en Jónas var búinn að vera heima á meðan ég var í skoðunarferð minni um bensínstöðvar vesturbæjarinns. God of War fór í PS2 að loknu áti og þá var sko tekið á því! Það kemur ekki mikið á óvart að leikurinn skuli vera bannaður innan 18, en hann er blóðugur og klámfenginn. Rosa góður samt. Ég og Geiri tolldum lengst yfir honum, en ég rrak Geira heim rétt fyrir 1:00 í nótt.


Tannlækningar á miðöldum


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, July 18, 2005
Af bókalestri

Ég setti mér þá reglu um daginn að önnur hver bók sem ég læsi ætti að vera sannsöguleg eða fræðandi. Þetta gerði ég eftir að hafa lesið bók númer 57 sem gerðist í geimnum/ í ævintýralandi bak við vegg í bænum Wall/ á miðöldum með drekum og hetjum/ í Grindavík. Mér fannst tími til kominn að lesa fleiri bækur á borð við The Blind Watchmaker, Fifth Miracle eða Sögu Tímans.

Nú vantar mig bara uppástungur... hvaða bók á ég að lesa næst þegar að ég vel sannsögulega eða fræðandi bók?


posted by Jóhann Þórsson| link


Helgin

Um helgina var ég að vinna í BT þannig að það var nú ekkert rosalega mikið afrekað. Fór samt á Sin City með Valda... hún er alveg 3 og hálfrar stjörnu mynd. Ég verð að vera sammála gagnrýnanda sem sagði að þegar þú getur sagt "gelding" í fleirtölu í sambandi við mynd er hún e.t.v. of blóðug. En hún er fantagóð, blóðið er líka ekkert alltaf í lit. Ég er samt ennþá að hugsa um Primer.

Muniði þegar við Heiður fengum gefins sjónvarpið?... í gær komu foreldrar Heiðar í heimsókn og töku umferð tvö á garðinn hjá okkur (sem lítur miklu betur út en hann myndi gera án þeirra). Þau nýttu tækifærið og gáfu okkur innflutnings/afmælisgjöf... glænýtt og glæsilegt gasgrill!

Takk takk Nonni og Malla. Ég hvet alla til að snúa bókhaldsviðskiptum sínum til Bókhald og Framtal í framtíðinni.


posted by Jóhann Þórsson| link