<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsWednesday, September 21, 2005
Þarf ekki mikið til að gleðja mig

Þetta gleður mitt litla hjarta. Fyrir ykkur sem ekki eruð með á nótunum þá eru aðilar í Kansas að kæra menntastofnanir þar sem ekki vilja kenna "Intelligent Design" með þróunarkenningunni í skólum. Þeir halda því fram að þróunin sé bara "kenning", og þannig sé þeirra kenning (sem erlítið dulin vísun í sköpunarsögu biblíunnar) engu síðri. Þetta fólk gerir auðvitað ekki greinarmun á vísindalegum kenningum og öðrum kenningum, eins og þetta með þennann guð gaur.

Flying Spaghetti Monster fyrir mig, takk fyrir. Þeir fá frí úr vinnu/skóla alla föstudaga og í þeirra hinaríki er strippara-verksmiðja og bjór-eldfjall!


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, September 19, 2005
Meðmæli

Ég fór á myndina Night Watch með Adda í gær og verð að segja að hún vara bara alveg ágæt. Miðað við sorpið sem íslendingar eru að borga sig inná í hrönnum er hún sko meistarastykki í alla staði.
Ég ætla að færa ykkur smá lista:

Sæmilegar myndir sem í lagi er að fara á í bíó núna: Night Watch, Strákarnir Okkar og Broken Flowers.

Millibils myndir (hvorki góðar né vondar): Madagascar og The Island.

Vondar myndir sem engin ætti að fara á: The Cave, Fantastic Four, Herbie, Deuce Bigalow, The Man, Dukes of Hazzard og Skeleton Key.

Ég er auðvitað EINI álitsgjafinn sem þið ættuð að taka mark á, og hlust ekki á nein mótrök við þessum lista (open minds are overrated!)

Auk þess mælist ég til að allir kaupi sér Takk með Sigur Rós og fari á Brilljant Skilnað í Borgarleikhúsinu. Og gefi mér 5000 kall næst þegar þið sjáið mig.


posted by Jóhann Þórsson| link