<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsTuesday, October 11, 2005
Akureyri

Helginni eyddum við Heiður á Akureyri. Við lögðum af stað á fimmtudagskvöldinu og tókum þátt í lóttóinu sem það er að keyra hratt á móti umferð á þröngum óupplýstum þjóðvegi Íslands. Eftir að hafa verið soldið í útlöndum finnst mér fáránlegt að ekki séu allir þjóðvegir tvöfaldir. Ísland er etv á undan á mörgum sviðum en langt á eftir í byggingu almennilegs vegakerfis.

ANYWAY...þá var bara alveg fínt að komast norður aðeins. Skemmtanalífið þar hefur reyndar tekið stóra og slæma dýfu niður á við, en það virtist snúast um eiturlyf og slagsmál. Við héldum okkur þó fjarri dópi og hnefum og drukkum bara okkar bjór í rólegheitum. Við heimsóttum Ásdísi frænku, fórum á Greifann, Á Þelamörk að fylgjast með Sprelli háskólanema, grilluðum með Sigga Ring og Jóhönnu, fórum í sund og röltum upp kirkjutröppurnar. Fín helgi bara.


posted by Jóhann Þórsson| link