<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, November 12, 2005
Heimatilbúnar pizzur

Í gær fórum við Heiður í heimsókn til Adda og Fjólu. Þar tók á móti okkur lítil prinsessa sem hafði teiknað mynd af okkur (Fjólu minnti reyndar að myndin hefði verið af henni og Adda stuttu áður, en Ásthildur tók slíka vitleysu ekki í mál). Ásthildur átti brandara kvöldsins, en ég var að reyna að dreifa athygli hennar(hún var orðin soldið æst) með því að segja "Sjáðu litla bróðir, hvað er hann að gera?". Hún horfði á hann og svo á mig og svaraði "Ekkert!", sem var alveg hárrétt. Mér fannst það fyndið.

Addi bar svo fram prýðis heimabakaðar pizzur, og við horfðum á Idolið.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, November 09, 2005
Löngu tímabær Calvin og Hobbes

Svo að ég sé ekki bara að keyra harðan áróður.posted by Jóhann Þórsson| link


Meira ógeð

Frekari fréttir af efnavopnanotkun bandaríkjamanna.

Hvar er reiði íslenskra stjórnmálamanna? Hvar er fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla?

Monbiot stendur sig auðvitað:

"And what of the idea that most of the violent deaths in Iraq are caused by coalition troops? Well according to the Houston Chronicle, even Blair's favorite data source, the Iraqi health ministry, reports that twice as many Iraqis - and most of them civilians - are being killed by US and UK forces as by insurgents. When the Pentagon claims that it has just killed 50 or 70 or 100 rebel fighters, we have no means of knowing who those people really were. Everyone it blows to pieces becomes a terrorist. In July Jack Keane, the former vice chief of staff of the US army, claimed that coalition troops had killed or captured more than 50,000 "insurgents" since the start of the rebellion. Perhaps they were all Zarqawi's closest lieutenants."


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, November 08, 2005
Vitleysan komin í hring

Það er spurning hvort að þetta verði til þess að forsætisráðherra vaxi hreðjar og hann fari að spyrja spurningar. Mér finnst samt ólíklegt að hann leggi frá sér Syrpuna nógu lengi til að líta í blað.

Fyrir þá sem ekki ýta á linkinn þá er þetta frétt um efnavopnanotkun Bandaríkjamanna í Írak. Já, það er rétt... Bandaríkjamenn eru að nota efnavopn í Írak.

Ég skora á "hæstvirtan" forsætisráðherra að taka okkur lista "staðfastra þjóða" og fordæma aðgerðir Bandaríkjamanna.

Ég býst þó passlega við að strútasyndróm hægrimanna haldi áfram, enda hefur fangaflutningamálið ekki sýnt annað. Ég sé Björn Bjarnason eða Pétur Blöndal fyrir mér segja eftirfarandi: "Nei nei, þeir eru sko að fara með fangana í útsýnisflug, það er svo fallegt hérna í norður-Evrópu. Svo fengu þeir sé Íslenskt vatn í Leifstöð. Það er semsagt verið að veita föngunum frí frá fangelsinu í Guantanamo, en þeir eru þeir með fín rúm og góðan mat, líkasræktarstöð og heitan pott. Hmm... já svona er fínt að vera fangi hjá Bandaríkjastjórn".


posted by Jóhann Þórsson| link


Spurning

Af hverju taka hægri menn sig aldrei saman og halda almennileg mótmæli? Þeir gætu hvatt ríkisstjórnina til að lækka skatta á hátekjufólk, bjóða út rekstur herstöðvarinnar (sem að ég held að þeir ættu að gera, fyrst að þetta snýst eingöngu um peninga), einkavæða loft og vatn á Íslandi, eða hvetja Bandaríkin til að frelsa Svíþjóð undan oki sósíalismans.

Ég held að það sé bara ekki sama ástríða fyrir pólitík í hægrimönnum.

p.s. Það gæti reyndar verið að ástæðan sé einfaldlega sú að hægri-flokkarnir séu í ríkisstjórn og engin ástæða til að mótmæla neinu.


posted by Jóhann Þórsson| link