<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, January 20, 2006
Þetta gengur ekki

Það er náttúrulega ekki hægt að láta svona mikinn tíma líða á milli þess sem ég blogga. Ég hef fengið fréttir af því að fólk er miður sín af því að það er ekkert nýtt á blogginu hjá mér. OK... ég ýki smá.

Síðan ég kom frá Vermont hef ég aðallega verið að vesenast í kringum skólann og vinnuna. Skrá mig í námskeið, kaupa bækur, strætó í vinnuna, strætó úr vinnunni... þið skiljið.

Annars erum við Heiður búin að vera á fullu að sækja um í skólum í London, og er stefnan tekinn á að flytja þangað í haust (ef við komust bæði inn í skóla, þeas). Heiður er að sækja um í London School of Economics, og er að fara að læra Social Research Methods (svo merkilegt fag að það er skrifað með hástöfum). Ég er aftur á móti að sækja um í London Imperial College, Brunel og einhverjum fleirum, í Bioinformatics (ég vil líka fá hástaf).

Og svo að öðru... í dag er bóndadagur og í tilefni þess bakaði Heiður amerískar pönnukökur handa mér í morgunmat. Þær voru dílissjös. *rop*


posted by Jóhann Þórsson| link