<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, March 03, 2006
Kapódí

Ég fór í bíó í gær með Valda og Geira á stórmyndina Capote. Hún er góð, en þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ég sé mynd þar sem aðalleikarinn leikur OF vel. Hann skyggir á hina leikarana, og einnig á myndina sjálfa einhvernveginn. Myndin er samt hiklaust fjögurra stjörnu mynd, líkt og Walk the Line sem við Heiður fórum á um daginn.

Í kvöld erum við að fara til bjútiful Keflavík í fimmtugsafmæli hjá Nonna bróðir hans pabba. Ég trúi því vart að Nonni sé búinn að ná þessum aldri, hann virðist ekki vera orðinn svona gamall, on svona er þetta víst... allir eldast nema ég.

Ekki stefnir í viðburðaríka helgi hjá okkur Heiði (að afmælinu undanskildu auðvitað) því við neyðumst bæði til að vinna alla helgina, og svo tekur bara strax við mánudagur. Þetta er hræðileg tilhugsun, en svona er þetta víst þegar maður er búinn að fórna vinnu fyrir umsóknir, styrkundirbúning, verkefnavinnu fyrir skólann og annað.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, March 01, 2006
Browser

Browser er orð sem ég heyri 12 sinnum á dag í vinnunni, og nú ætla ég að deila með ykkur almúganum við hvað ég er að vinna. Hérna getið þið skoðað kerfið sem ég er búinn að vera að vinna við hjá Krabbameinsmiðstöð LSH. Þetta virkar eflaust lítið spennandi við fyrstu sýn en þarna er hægt að skoða lýsigögn fyrir breytur í Krabbameinsrannsóknum með því að smella á KM-LSH í gula glugganum vinstra megin.

Enjoy....


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, February 27, 2006
Skyldulesning

Prentið þetta út og lesið í næði, lesið á netinu, látið morsa þetta til ykkar á klósettinu, hvað sem er. Verið bara viss um að lesa þetta.

Ég er að spá í að senda link á þessa grein á alla alþingismenn. Þetta er ekki fallegt.


posted by Jóhann Þórsson| link