<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, May 13, 2006
All the cool kids

Já, ég og Heiður skipum okkur sko í flokk svölu krakkanna þessa dagana. Við erum að fara á tónleika CocoRosie og á Reykjavík Tropik festivalið þar sem þeir lubbarnir í Supergrass spila. Ég er spenntur, og það verður sko gott að komast að gera eitthvað eftir að hafa verið fastur inni í próflestri og verkefnavinnu. Heiður hefur kvartað sárann yfir því hvað ég er latur að leika við hana upp á síðkastið.

Svo eignaðist ég minn fyrsta Tool disk í kvöld, meistaraverkið 10,000 Days. Þar er á ferðinni nýjasta verk þessarar sveitar, og er pakkningin glæsileg, þríviddargleraugu og alles.

Tool rokkar, og allir að fara á Reykjavik Tropik!!!


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, May 11, 2006
Konur

Ég rakst á þetta á netinu og ákvað að deila með ykkur.Ég veit reyndar að í þriðja sæti á að standa "Women like chocolate." Og kanski má setja í fimmta sæti "Women like shoes."

Annars dettur mér ekkert meira í hug á þennan lista.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, May 10, 2006
Erfitt að vera fullorðinnÉg vil fá einhverja með mér reglulega í útikörfu í sumar. Svona stemmningu eins og í bíómyndunum þar sem einn gaur er geðveikt loðinn og sveittur. Vinir mínir virðast samt allir vera að flytja úr Reykjavík (eða eru latir) þannig að þetta gæti reynst erfitt. Ég er samt að treysta á Simma og Jónas.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, May 08, 2006
Fótboltaklíka

Það heyrir til tíðinda þegar ég sýni fótbolta einhvern áhuga en ég er bara óvenju spenntur fyrir þessari HM sem allir eru að tala um. Í tilefni þess hef ég stofnað klíku. Þessi klíka hefur hlotið hið magnþrugna nafn TNT Massive. Það er mjög erfitt að öðlast inngögnu í klíkuna (lesist: mér gengur mjög illa að fá fólk í klíkuna) en það er sko ekkert hver sem er sem kemst í hana. Til að teljast efni í TNT Massive verða menn að halda innilega með Trinidad og Tobago í HM og vera tilbúnir að leggja það á sig að horfa á leiki þeirra á vafasamri knæpu og drekka öl. Fyrsti leikurinn er gegn svíum 10 júní.

Eins og er eru þrír meðlimir í klíkunni (að mér meðtöldum) en af öryggisástæðum hef ég ákvæðið að halda nöfnum Bogga og Geira leyndum.


Úps.

Merki klíkunnar er svona:
Er þetta kúl eða hvað?!?!? Hver er með?


posted by Jóhann Þórsson| link