<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, July 13, 2006
Skotárás á heimabæinn

Eins og fólk veit kannski þá er allt að verða vitlaust enn og aftur í Ísrael. Þetta las ég á BBC í morgun:

Ten of the dead in the overnight air raids were children.

Israel said its jets also hit 40 Hezbollah targets.

At least 10 members of one family were reported killed in Dweir village.

Hezbollah guerrillas responded by firing volleys of rockets at the northern Israeli coastal town of Nahariya.

A 40-year-old woman was killed when her home was struck by a rocket, medics said. The Israeli military confirmed the death.


Ég átti heima í Nahariya þegar ég bjó í Ísrael, frá 9 til 13 ára aldurs. Þá sá maður alveg þotur fljúga reglulega yfir húsin (sem var líka daglegt brauð í Keflavík svosem) á leið sinni til Líbanon að sprengja eitthvað. En þeim árásum var aldrei svarað þannig að sprengt yrði í Nahariya, Hezbolla skaut alltaf máttlausum sprengjum á bæi alveg við landamærinn (og hittu nær undantekningalaust ekki neitt). Þetta er eitthvað nýtt og óhuggnalegt. Svolítið eins og að sjá "Kona ferst í sprengjuárás á Dalvík".

Ég vonaði að Olmert yrði eitthvað skárri en Ariel "Maður friðar" Sharon, en svo virðist ekki vera. Hvar eru Nelson Mandela og Ghandi annars þessa dagana?


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, July 11, 2006
Hótanir verða að veruleika

Segjum nú öll bless við Simma, STimes, Óla G og Krappmenn, ásamt Rebbekku.

Bjóðum í staðinn Eydisi velkomna.


posted by Jóhann Þórsson| link