<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, September 08, 2006
Hlutirnir settir í samhengi

Skoðiði þessar myndir, sem eru af líkönum af jörðinni og plánetunum (til að sýna stærð jarðar) og svo af öðrum "sólum" í samanburði við okkar.

Maður er nú ekkert svaka stór þarna í þessu samhengi.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, September 07, 2006
Sönnun þess að tónlist var betri fyrir 10 árum

Ég heyrði tíu vinsælustu rokklög ársins 1996 í útvarpinu um daginn, og fór að hugsa um það hvað tónlistin var betri þá (eða að ég hlusti ekki nógu mikið á útvarpið núna).

Svona er listinn (eftir minni, og vantar eitt lag):

  • Rage Against the Machine: Bulls on Parade
  • Fun Lovin Criminals: Scooby Snacks
  • Cake: The Distance
  • Soundgarden: (manekki hvað lagið heitir)
  • Nirvana: Aneurism
  • Nada Surf: Popular
  • 311: Down (eldist ekki vel)
  • Smashing Pumpkins: 1979
  • Beck: Where It´s At

Er þetta ekki betra en það sem er í útvarpinu núna? Ég bara spyr.
Það getur auðvitað verið að ég muni bara ekki eftir öllu uppfyllingardraslinu sem er alltaf í útvarpinu, og var líka 1996.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, September 06, 2006
Heiður 26 ára í dag!

Já, fallega kærastan mín á afmæli í dag og er búin að ná þeim merka aldri 26 ára. Ég læt fylgja með fína mynd af henni þar sem hún skín af gleði í góða veðrinu á sjómannadaginn.Til hamingju með daginn elskan mín!


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, September 05, 2006
Rokk fyrir lengra komnaÞetta er náttúrulega bara snilld. Tomahawk að flytja lagið God Hates a Coward. EKKI fyrir stelpur (nema kannski Eyrúnu vinkonu Heiðar).


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, September 04, 2006
Ahnold vinnur sér inn punkta

Sniðug teiknimynd úr útlöndum. Arnold setti nýlega lög í Kaliforníu sem verða til þess að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Góður.En svo er hér einnar mínútu þögn fyrir Steve Irwin, Crocodile Hunter, sem lést í nótt þegar hann var stunginn af risa-skötu í Ástralíu. Hann var ekki alveg heill á geði og ég mér þykir ekki alveg ótrúlegt að hann hafi dáið svona, en hann var góður maður og gerði mikið til að vekja athygli á verðugum málstað.Þögnin búin.

*viðbót* Ónefnd H. Jónsdóttir er ekki alveg með á hreinu hver þessi maður var. Hérna er mynd.


posted by Jóhann Þórsson| link