<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, October 05, 2006
Flutt inn

Ég og Heiður eyddum fyrstu nóttinni í nýju íbúðinni í nótt. Það var kalt, svo ekki sé meira sagt. Við vorum sko ekki búin að fatta að stilla vatnshitarann á "Kranar og Ofnar" heldur var hann bara stilltur á "Kranar". Við sváfum því í faðmlögum í alla nótt. Öll herbergi í nýju íbúðinni eru stærri en herbergið á International Hall, nema kannski baðherbergið, en það munar ekki miklu. Íbúðin er þó nærri tóm, í stofunni eru tveir sófar og ekkert annað. Enginn spegill er í íbúðinni. Það er því mikil IKEA ferð í nánustu framtíð.

Í skólanum er ég í einkakennslu, og það er bara fínt. Þeir virtust ekkert vita að ég hefði lært líffræði og voru sko steinhissa á hvað tölvunarfræðingurinn vissi um uppruna lífsins og þróunina og svoleiðis. Og þá var ákveðið að í staðinn fyrir hefðbundna fyrirlestra og svoleiðis fæ ég einkakennslu í því sem hver og einn sérfræðingurinn (því ég er sko ekki bara með einn líffræðikennara, heldur kennir hver sérfræðingurinn mér í hert skipti, eftir því hvert viðfangsefnið er) er að rannsaka þá stundina. Ég fæ líklega að nota PCR (only me and Robbi Dalvík know) og fæ að klóna (ekki eins og í bíó) og margt svoleiðis.

Ég fer því í skólann tvisvar í viku næstu 5 vikurnar... einn tími í líffræði á mánudögum, og á þriðjudögum er tími í hinu og þessu. Í fyrsta þriðjudagstíma er verið að kenna rétta hegðun og öryggismál á rannsóknarstofu, svo er tími í því hvernig eigi að skrifa rammsóknar-ritgerð.


posted by Jóhann Þórsson| link