<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, December 01, 2006
Furðulegheit

Á þriðjudaginn varð ég veikur. Ég fór í skólann eftir að hafa borðað tvær sneiðar af bananabrauði í morgunmat (svona um klukkan 10). Ég var kominn í skólann klukkan að verða tvö, en vegna þess að ég var bara kominn akkurat rétt fyrir tvö(þegar tíminn byrjaði) náði ég ekki að borða neitt fyrir tímann. Tíminn var síðan rúmlega tvöfalt lengri en venjulega og þá hljóp ég til að ná lestinni til að hitta Bogga og Heiði niðrí bæ. Þegar ég kem á lestarstöðinni er búið að hætta við lestina sem ég ætlaði að ná. Klukkann er núna að verða fimm og ég enn ekkkert búinn að borða síðan í morgunmatnum. Ég kaupi Snickers og vatn í sjálfsala. Svo tek ég lestina sem fer krók og tekur lengri tíma, en þar sem hætt hafði verið við hina.

Ég er á hlaupum um London svo.. og kem á Bear and Staff pöbbinn klukkan svona að verða sjö. En bara búinn að borða bananabrauð og Snickers. Fæ mér bjór og við pöntum einhvern matsem við borðum svo með bjórnum. Stend svo upp að kaupa annan bjór og líður svona eins og þegar maður er búinn að gubba (máttlaus og furðulegheit) sest aftur og stari út í loftið. Sting upp á að við förum heim sem er svo gert. Er að falla í yfirlið alla leiðinna heim. Skelf úr kulda fyrri hluta nætur og svitna og svitna seinni hluta. Sef ekki mikið.

En nú er ég búinn að borða nóg og hef það gott. Fæ meira að segja bjór í kvöld og póker með Heiði, Auði og Nonna.

Og að öðru... ég man eftir að hafa labbað framhjá ferðaskrifstofu sem mér fannst eitthvað furðuleg og það rennur upp fyrir mér hvað var svona furðulegt. Hún selur timaferðir.


Kannski að ég fari þarna inn einhverntímann. Eða er ég búinn að því? Hvert(hvenær) ætti maður svo sem að fara? 1985 og kaupa hlutabréf í Microsoft í eigin nafni? Eða miklu lengra og stinga undan pabba Hitler og spara heiminum heilmikil leiðindi? Eða fara 30 ár fram í tímann og spyrja sjálfan sig hverju maður sjá mest eftir og sleppa svo að gera það? Úff so many possibilities and so much time.

Allir að sjá Primer.


posted by Jóhann Þórsson| link