<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSunday, January 14, 2007
Hitt og þetta

Á morgun byrjar skólinn aftur hjá mér. Ég er búinn að vera í þessu líka fína fríi síðasta mánuð sem einkenndist af ofáti og hreyfingaleysi. Á morgun fer ég í tíma í Computer Learning and Pattern Recognition, sem er frekar strembið efni. Ég á sterklega von á mikilli vorkunn (að ég þurfi að mæta í skólann og læra til að fá mastersgráðu!) og þigg hana.

Í dag fórum við Heiður í Sunday roast með Auði á Garden House, sem er fínn pöbb hérna í hverfinu. Sunday roast er alveg ástæða út af fyrir sig til að búa í Bretlandi. Eða svona, næstum því.

Ég ætla líka stuttlega að koma inn á það að í Bretlandi er nú um 12 stiga hiti, og blóm og dýr hegða sér eins og það sé vor. Þetta er alveg sæmilega þægilegt svona fyrir mann sjálfan, en bendir óþægilega á óumflýjanleika veðurbreytinga. Þið vitið að ef allt fer eins og á horfir þá stoppar Golf-straumurinn og Ísland fer svo sannarlega að bera nafn með rentu.

Að lokum mæli ég svo með Saturday Night Wrist fyrir Deftones fólkið. Betri en síðasti diskurinn, og ég er ekki frá því að Serj úr System of a Down syngi með þeim þarna í einu lagi. Topp diskur.


posted by Jóhann Þórsson| link