<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsTuesday, March 06, 2007
Bristol

Um helgina fórum við Heiður að heimsækja Huginn og Dagnýu í Bristol. Það var í fyrsta skipti sem við förum eitthvað út fyrir London (þeas ef Egham telst með London), og okkur leist bara vel á. Bristol er auðvitað heimaborg Massive Attack, Portishead og Vicky Pollard.


Á þessari mynd má sjá Huginn, Dagný og fjölskyldu (the handsome people) og mig. Ég er með eitthvað í auganu. Fyrir aftan okkur er hin fræga Clifton Suspension Bridge, einkennismerki Bristol.


Hérna má sjá Huginn elda morgunmat ofan í gestina. Það er þrennt sem veita skal sérstaka athygli á þessari mynd. Í fyrsta lagi er það pönnukökustaflinn hægra meginn við Huginn. Þokkalegt. Í öðru lagi skal athuga að Huginn er að brúka bleikt, hjartalaga pönnukökumót. Í þriðja lagi skal veita því athygli að Huginn er búinn að nota öll tiltæk eldhúsáhöld til að baka þessa pönnslur.


Svona er Heiður í Bristol. Þarf að segja eitthvað meira?Hérna er Gunnar Bjartur að hjálpa til við ganga frá eftir morgunmatinn ógurlega. Þetta framtak hans þóttu foreldrunum alveg frábært.

Ef ég hef fallbeygt nafn Bristolbúans ranglega, er hann beðinn afsökunar en jafnframt bent á þetta.

Ég vil einnig koa því að að mamma mín átti afmæli í gær (6. mars) og óskum við hérna í London henni innilega til hamingju með það. Pósturinn neitar að senda steikina sem ég ætlaði að gefa þér til Íslands, þannig að hún verður víst bara að vera í matinn hérna mamma mín.


posted by Jóhann Þórsson| link