<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d4408405026834096493', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsWednesday, May 16, 2007
Lokaverkefni

Jæja... það dugir ekki að vera á kosningabömmer fram á sumar, þannig að ég hef ákveðið að hætta að tala um pólitík í allavega nokkra klukkutíma og segja ykkur í staðinn aðeins frá lokaverkefninu mínu.

Í lokaverkefni mínu er ég að rannsaka svokallað RNA interference. Sem dæmi þá er erfðamengi mannsins um 3 milljarðar basapara. Aðeins lítið brot af þeim eru gen, hitt er eitthvað sem hefur yfirleitt verið talið bull (fyrir utan intron, en það er annað mál). En nú virðst sem hlutar af "bullinu" séu notaðir til að stýra tjáningu gena, með því að framleiða lítil RNA sem trufla framleiðslu próteina. Ég er að vinna að verkefni sem rannsakar þetta í plöntunni Arabidopsis thaliana. Leiðibeinandi minn er plöntu-sameindalíffræðingur, og rannsóknir hennar fjalla að miklu leiti um þetta.

Á morgun er ég að fara til Norwich að nota gagnagrunn hjá rannsóknarstofnun þar, The Sainsbury Laboratory. Það verður bara gaman.

Fannst ykkur þetta ekki svakalega áhugavert?


posted by Jóhann Þórsson| link


Sunday, May 13, 2007
Af kosningum

Það er víst ekki hægt að segja annað en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið sigur, ásamt Vinstri-Grænum. Framsókn fá frekar dræma kosningu (sem verður að teljast hið besta mál) og Samfylkingin tapar einnig fylgi. Varast ber að kenna Íslandshreyfingunni um að hafa "skemmt fyrir" stjórnarandstöðunni, því það er til fyrirmyndar að búa í þjóð þar sem hver sem er getur stofnað pólitískan flokk detti honum það í hug.

Mér sýnist Sjálfstæðisflokkur greinilega eiga að mynda ríkisstjórn, en þó án Framsóknar þar sem þjóðin treystir honum ekki einu sinni nóg til að kjósa formann flokksins inn. Ég vil þó helst ekki sjá VG með Sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn.


posted by Jóhann Þórsson| link


WTFEr ekki verið að grínast? Ég get svarið að ég heyra hann hlæja.


posted by Jóhann Þórsson| link