<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d4408405026834096493', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, June 09, 2007
Spegill!

Fyrir stuttu benti ég á sniðuga teiknimynd sem tengist Linux og enginn nema RobbiK fattaði (og ég reyndar) eða fannst fyndin. Nú er tími til að hefna sín á RobbaK. Hann keyrir Linux.posted by Jóhann Þórsson| link


Friday, June 08, 2007
Vitleysan í fólkinu hinum megin við Atlantshafið

Hið "virta" dagblað USA Today kynnir niðurstöður könnunar í dag sem mér finnst alveg sérstaklega áhugaverðar. Könnunin fjallar um hvort fólk trúi á þróunarkenninguna eða sköpunarkenninguna.

Spurningin sem vakti áhuga minn var eftirfarandi:

A:Evolution, that is, the idea that human beings developed over millions of years from less advanced forms of life

B:Creationism, that is, the idea that God created human beings pretty much in their present form at one time within the last 10,000 years


Það sem veldur mér áhyggjum er að 66% aðspurða svöruðu að sköpunarsagan væri líklega eða áreiðanlega sönn. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, enda þarf maður að vita alveg sérstaklega lítið um alveg helling af drasli til að trúa sköpunarkenningunni eins og hún er sett fram, sem er venjulega þannig að "ósýnilegur töfrakall" skapaði heiminn, og okkur og öll dýrin í einu, fyrir 10,000 árum.

Anyway. Seinni hluti þess að ég hef áhyggjur af fólkinu hinum megin við vatnið er að samkvæmt könnuninni sögðust, eins og áður hefur komið fram, 66% trúa sköpunarsögunni. Aftur á móti sögðust 53% trúa þróunarkenningunni.

Það eru 119%. Segir þetta eitthvað um USA Today, eða almennt ástand vísindakennslu í Bandaríkjunum.


posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, June 07, 2007
Bloggað í rólegheitum

Jamms jamms. Ég sit hérna í rólegheitum einn heima á meðan Heiður er í prófi. Ég efast ekkert um að hún rokki á þessu prófi, hún er svo sjúklega klár.

Engin próf hjá mér... ljúft líf.
a
Annars var ég að kynna leiðbeinandanum uppkast að kynningunni á verkefninu mínu sem fer fram 22. júní. Henni leist bara mjög vel á og var yfir sig hrifin af því hvað allt gekk vel. Kerfið sem ég hef verið að skrifa virkar eins og það á að gera og finnur nú líkleg "lítil" RNA í erfðamengi plöntunnar. Og það lítur meira að segja vel út. Enn lítur allt út fyrir að ég nái að klára verkefnið í júlí og þá get ég einbeitt mér að því að nudda Heiði á meðan hún vinnur að sínu lokaverkefni.

Eftir kynninguna fórum við Daniel á Monkeys Forehead og fengum okkur "pint of bitter", en ég er með hann í strangri afeitrun, enda er hann vanur að drekka Budweiser. Og hann er breti! Það gengur allt vel og ég er að venja hann af þessu svakalega ósið.

Annars pantaði ég mér þessa bók af Amazon um daginn, og bíð spenntur við bréfalúguna á hverjum degi. Hún fjallar um þróun mannsins með tilliti til breytinga í erfðamenginu... spennandi ha?

Að lokum vil ég hvetja nýja ríkisstjórna til að afnema virðisaukaskatt af bílum með tvinnvélar.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, June 05, 2007
Ólympíuleikarnir og grafískir hönnuðir á of háum launum

Það er nýbúið að opinbera nýja logo-ið fyrir ólympíuleikana hérna í London 2012. Merkið er vægast sagt ekki fínt, og ég hef meira að segja heyrt að það líkist Lisu Simpson að veita munnmök. En hvað um það. Hérna eru nokkur lógo sem lesendur BBC sendu inn, og síðasta myndin er svo lógo-ið sem á að nota.Og svo merkið sjálft sem á að nota:


Og hvað kostar að láta hanna svona lagað? Lítil 400.000 pund. Það eru 50 millur. Maður á greinilega að vera grafískur hönnuður.


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, June 04, 2007
Slæmar fréttir í morgunsárið

Gróðurhúsaáhrifin virðast vera að gerast á þreföldum þeim hraða sem líkön hefðu gert ráð fyrir. (Þóra og Kolli: línan hans Al Gore er því með þrefaldann vaxtarhraða!)

Hérna eru valdir kaflar úr fréttinni af Independent síðunni.

Global warming is accelerating three times more quickly than feared, a series of startling, authoritative studies has revealed.

They have found that emissions of carbon dioxide have been rising at thrice the rate in the 1990s. The Arctic ice cap is melting three times as fast - and the seas are rising twice as rapidly - as had been predicted.
...
The study, published by the US National Academy of Sciences, shows that carbon dioxide emissions have been increasing by about 3 per cent a year during this decade, compared with 1.1 per cent a year in the 1990s.

The significance is that this is much faster than even the highest scenario outlined in this year's massive reports by the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) - and suggests that their dire forecasts of devastating harvests, dwindling water supplies, melting ice and loss of species are likely to be understating the threat facing the world.


En þessu fylgja (tiltölulega)góðar fréttir. Ísland og íslendingar hafa svo sjúklega lítil áhrif á þetta að við gætum öll notað kol til að kynda húsin allan dagin og það myndi engu breyta. Ekki það að ég sé að mæla með því sko.

Svo skal ég blogga eitthvað sniðugt næst. Ekki leiðindar umhverfis eða friðaráróður endalaust.

Ég skal mera að segja byrja á því strax: hérna er sniðug teiknimynd. Mig grunar reyndar að RobbaK finnist hún stórkostleg, en þið hin klórið ykkur bara í hausnum.


posted by Jóhann Þórsson| link


Sunday, June 03, 2007
Heimþrá

Eða svona. Alltaf gaman að lesa fréttir úr heimabænum...
Mikil ölvun og ólæti voru í Keflavík og Grindavík í nótt, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum, sem hafði í nógu að snúast. Allt gekk þó stórslysalaust, en fangageymslur lögreglunnar eru fullsetnar eftir nóttina.


Þetta minnir mig á síðasta djamm mitt í Reykjanesbæ, þar sem ég var með utanbæjarmennina Á. Leif og S. Jóhann með í eftirdragi. Fyrsta sem við sjáum þegar við stígum inn á skemmtistað í Keflavík? Slagsmál í leðursófa við innganginn. Við fögnuðum ógurlega, enda var ég búinn að lofa utanbæjarmönnunum slagsmálum.


posted by Jóhann Þórsson| link


"Forseti" BNA lætur gott af sér leiða

Óvart auðvitað.

Vegna hálfvitaskapar hans í Írak hefur eldsneytisverðið hækkað mikið í Bandaríkjunum. Þetta hefur leitt til þess að fólk þar er farið að kaupa minni og sparneytnari bíla eða bara tvinnbíla. Þessir bílar menga minna en bílarnir sem kaninn keyrir helst um á, sem er frábært þar sem mengum af völdum bílaflotans þar er svakaleg.


posted by Jóhann Þórsson| link