<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, June 21, 2007
Ljósmyndun

Mér finnst ljósmyndir kúl. Ég vonaðist til að ég hefði hæfileika á þessu sviði nýlega og fékk mér fína stafræna myndavél með Leica linsu. Ég hafði verið að vinna í Fríhöfninni við að selja myndavélar og komst því ekki hjá því að læra slatta um hvernig þetta virkaði allt, og gat meira að segja sagt ljósop og depth-of-field án þess að virka kjánalegur. Heiði leist ekkert a myndavélina sem ég valdi, hún sagði að hún væri allt of klunnaleg og ekki svona lítil og nett eins og sumar sem væru til. Ég sagði henni að hætta að væla, það væri sko Leica linsa á tækinu!

Og af hverju hafiði ekki séð Flickr síðuna mína og af hverju er ég ekki orðinn frægur ljósmyndari? Egóið gaf sig þegar í ljós kom að Heiður tekur betri myndir en ég. Eins og þessa.Ég fór sko að hugsa um þetta eftir að Gúndi ljósmyndari fór að ýa(it´s a word) að því að ég hefði verið að stela mynd af honum síðast þegar ég bloggaði. Ég mæli með því að fólk skoði síðuna hans Gúnda, þar er margt forvitnilegt. Þið kannist líklega við eitthvað af myndunum, þær hafa margar verið framan á Grapevine. Ég mæli sértaklega með útilegu myndunum í Commercial hlutanum. Frábærar.


posted by Jóhann Þórsson| link