<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsTuesday, July 10, 2007
Ekki dauður

Nei nei, ég er ekkert að taka neinn Robba Dalvík á bloggið sko. Heiður er bara svo dugleg að blogga og setja inn myndir að ég bara hef ekki frá neinu að segja.

En nú þegar gestirnir eru farnir hefur verið frekar rólegt hjá okkur hérna á Robinson Road. Í gær var reyndar alveg svakalegt þrumuveður. En annars sitjum við bara sveitt yfir merkilegum og fræðandi vísindagreinum, og reynum sjálf að skrifa eina slíka á mann (persónu réttara sagt).

Annars er það að frétta af mér að ég kem til Íslands í enda mánaðarins til að fara í klippingu og skila vídjóspólu. Ég kem 24. og flýg aftur til bjútífúl Colliers Wood sex dögum seinna. Ég vona að ég nái að kíkja í heimsókn til einhverra ykkar og leyfi ykkur jafnvel að bjóða mér í grill og einn (eða tvo) kalda. Svona á milli þess sem ég fer í klippingu og svona.

Sjitt hvað mig langar í grillmat!


posted by Jóhann Þórsson| link