<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, August 03, 2007
London - Ísland - London

Jæja, þá er ég kominn aftur eftir auðvelda ferð til Íslands. Sem betur fer á maður góða að á víð og dreif um þéttbýlustu svæði suðvesturhorns landsins, þannig að ég átti ekki í erfiðleikum með að fá fólk til að hýsa og mata mig. Mamma og pabbi, Nonni og Malla, Addi og Fjóla, Halla og Gunnar og Boggi og STimes fá miklar og innilegar þakkir fyrir mat og gistingu.
Fólkið sem gaf mér grillað lambakjöt fær sérstakar þakkir, ásamt stelpunni í sjoppunni sem lét mig fá of mikið til baka þegar ég keypti pulsu og Nonna fyrir að leggja á sig að gera alvöru bernaise sósu.

Óli Garðar fær einnig sérstakar þakkir fyrir að kynni mig fyrir Guitar Hero, sem er algjör snilld. Ég komst sko að því að ég er betri á gítar en ég þorði að vona. Þegar ég segi gítar þá meina ég auðvitað leikfang sem segir manni hvenar maður eigi að slá nótur sem eru sýndar með litum.

Hvað er ég svo búinn að gera síðan ég kom til baka?
  • Borða kebab á Flame
  • Kaupa Sierra Nevada Pale Ale, villigaltarpulsu, ólífur og ost á Borough Market
  • Raka á mér hausinn (hæstbjóðandi fær myndir)
  • Læra (lítið)
  • Elda mat ofan í Heiði, sem var orðin frekar svöng


posted by Jóhann Þórsson| link