<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d4408405026834096493', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, August 10, 2007
Háskólanám borgar sig

Öll ár mín í háskólum á Íslandi og hér í London virðast hafa gert eitthvað gagn og ég hef fengið starf í upplýsingatæknideild Íslenskrar Erfðagreiningar. Það er því ekki nokkur einasta ástæða fyrir mig að yfirgefa svæðisnúmer 107 þegar við flytjum heim (þó ÍE sé tæknilega séð í 101). Reyndar þýðir þetta að eina fólkið sem ég heimsæki verða Auður og Nonni, Jónas og Hjördís, og Sóðabrækurnar en það verður að hafa það.

Annars verðum við Heiður nú líklega í svæðisnúmeri 230 til að byrja með, en leigjandi okkar verður í íbúðinni okkar fram til 1. des og við Heiður verðum í húsi mömmu og pabba þangað til. Mamma og pabbi eiga heitan pott. Svo búa Gutti og Magga líka í Keflavík og mig minnir að Gutti hafi sagt að við mættum koma í mat til hans hvenær sem væri, þannig að við verðum í kvöldmat þar á hverjum degi í september október og nóvember. Takk Gutti.


posted by Jóhann Þórsson| link