<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsSaturday, August 18, 2007
Lokaspretturinn

Það er ekki laust við að mig hafi langað vera á Íslandi í dag. Danskir dagair Í Stykkishólmi, Menningarnótt í Reykjavík og svona. En við sitjum hérna og lesum yfir ritgerðir hvors annars, pirrumst (lítið) og spilum yatzi í pásum.

En þetta er allt að taka enda. Á mánudaginn verða lokaútgáfurnar af ritgerðum okkar prentaðar út og minni skilað, en Heiðar verður ekki skilað fyrr en á þriðjudagsmorgunn.

Í hvað eyðir maður svo aftur tímanum þegar maður þarf ekki að vera að gera neitt? Ég hreinlega man það ekki.


posted by Jóhann Þórsson| link


Wednesday, August 15, 2007
Úff

Ég var að senda leiðbeinanda mínum lokaritgerðina mína í nær-endanlegri mynd. Bara pínu fiff eftir, og hvaða ráðleggingar sem hún sendir tilbaka. Á mánudaginn fer ég svo til Egham í síðasta skipti til að skila ritgerðinni í endanlegu formi og kveð síðan Royal Holloway og Egham.

Svona ykkur að segja þá er Egham er með jafn marga merkilega staði til að skoða og Njarðvík, bara ekki eins góða hamborgarasjoppu. Ég held að það merkilegasta sem hægt sé að segja um Egham sé það að þetta er bærinn við hliðinna á bænum sem Elton John á heima í.

Á fimmtudaginn kemur svo Simmi, en ég gleymdi víst að minnast á að hann er auðvitað einn af þeim sem við Heiður heimsækjum regulega við heimkomuna, enda á hann heima í 107.

Svo vil ég þakka öllum kærlega fyrir heillaóskirnar varðandi vinnunna mína.


posted by Jóhann Þórsson| link