<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsMonday, September 10, 2007
Sælinú

Við erum komin heim frá Króatíu (vorum í vikufríi þar) og erum bara að pakka og svona. Á miðvikudaginn fer Heiður svo til Ísrael/Palestínu að heimasækja Steinu vinkonu sína.

Ég verð áfram í London í nokkra daga að þrífa og ganga frá og svona. Síðan lendi ég eldhress á Íslandi á laugardaginn. Á miðvikudaginn (19.) byrja ég að vinna, enda verður einhver að fjármagna utanlandsferð Heiðar, sem hafði það svo gott í Króatíu að hún gat kvartað yfir því að gæsalifursskammturinn sem hún fékk eitt kvöldið hafi verið "of stór".

Svo fær Valdi afmæliskveðju svona í lokinn.

Bless frá London, sjáumst á Íslandi á laugardaginn!


posted by Jóhann Þórsson| link