<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsThursday, February 07, 2008
Bókmenntir

Ég er að lesa alveg sérstaklega áhugaverða bók um þessar mundir, og verð að segja að það er langt síðan ég varð eins hrifinn af bók eftir að hafa lesið ekki nema 2 blaðsíður. Bókin heitir More Than Human og er skrifuð af Theodore Sturgeon. Það sem greip mig sérstaklega var eftirfarandi texti:
Sometimes, nervously, they would speak to him; they would speak about him to each other. The idiot heard the sounds but they had no meaning for him. He lived inside somewhere, apart, and the little link between word and significance hung broken.
Þarna er verið að fjalla um einhvern greindaskertan einstakling, sem virðist vera ein af aðalpersónum bókarinnar (ég er ekki kominn langt). Hann er rétt með næga meðvitund til að geta orðið svangur og til að flýja ef verið er að berja hann. Annað virðist hann vart greina, og ekki skilur hann þegar verið er að tala við hann (eins og skýrt er frá svo snilldarlega þarna). Þessi lýsing á honum greip mig vegna þess hve vel skrifuð mér þótti hún, og það hefur ekki gerst (að mig minnir) síðan ég las síðast bók eftir Michael Ondaatje.

Svona á að skrifa. Þetta getur Dan Brown ekki, og Anne Rice ekki lengur.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, February 05, 2008
WTF?!

Hérna ber að líta alveg stórmerkilega bók. Þetta er bókin The Complete Idiot's Guide to Prayer, sem gæti ef til vill útfærst sem Bænahandbók Hálfvitans á íslensku.

Þarna er að finna haldbærar leiðbeiningar fyrir kristna um það hvernig best er að bera sig þegar verið er að biðja til guðs. Ætli bókin sé ekki til komin vegna þess að sumum dugir ekki hið annars ofureinfalda "Spennið greipar og biðjið ósýnilega galdramanninn um dót". Bókin er heilir 33 kaflar, allir eflaust mjög áhugaverðir.

Þó sýnist mér af lýsingunni að dæma að útgefendur geri sér grein fyrir augljósum göllum þessarar bókar: "Readers who aren't interested in exploring prayer through a Christian lens probably won't find this guidebook useful." Það er ekki hægt að segja annað en að þarna sé hreinskilni á ferð.


posted by Jóhann Þórsson| link