<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d3439825\x26blogName\x3dGranda%C3%B0i+Vesturb%C3%A6ingurinn\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dTAN\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttp://johat.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://johat.blogspot.com/\x26vt\x3d-929200210082745429', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða VesturbæingsFriday, February 22, 2008
Tuddarokk og pungsviti

Þó það sé kannski ekki alveg augljóst þá eru þetta jákvæð lýsingarorð, í vissum tónlistargeira. Ég kíkti inn á myspace síðuna hjá strákunum í Tommygun Preachers og hlustaði á lögin sem eru í boði þar og verð að segja að ég var bara mjög hrifinn, alvöru rokk þarna á ferð sko (fyrrnefnt pungsveitt tuddarokk). Mæli með því að fólk kíki á þetta.

Bæti hérna við alveg absolútlí hilaríoss mynbandi, sem er einnig pungsveitt tuddarokk, og líklega er best að vera ekki að skoða þetta ef menn eru viðkvæmir eða í vinnunni. Þetta er nokkuð sérstakt "myndband" við Pantera slagarann Fucking Hostile.posted by Jóhann Þórsson| link


Thursday, February 21, 2008
Nördið í mér

Ég hlakka mikið til að sjá þessa mynd... David Fincher (Fight Club og Zodiac) er að fara að leikstýra mynd eftir teiknimyndasögunni Black Hole og það eru Neil Gaiman og Roger Avary sem skrifa handritið. Neil Geiman er auðvitað einn af uppáhaldsrithöfundum mínum, en hann og Avary skrifuðu saman handritið að Beowulf, og David Fincher er einn af uppáhaldsleikstjórunum mínum.

Ég get ekki beðið.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tvennar ástæður þess að íslendingar ættu að hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar

Við Íslendingar megum eiga það að vera vel meðvituð um gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar. En við erum þó ekki nógu áhyggjufull, þó að við séum að gera okkar, um aðgerðir annara. Ég vil nefna sérstaklega að það er tvennt sem getur gerst sem mun hafa mikil áhrif á Ísland.

Hið fyrsta er koma moskítóflugunnar, en ég skil þó ekki af hverju hún er ekki hérna nú þegar. Með hlýnandi loftslagi mun þessi fluga að öllum líkindum ná fótfestu á Íslandi, sem er að ég held eina landið í heiminum þar sem hana er ekki að finna. Hún er meira að segja á Grænlandi. Hún yrði þó líklega ekki sá sjúkdómsberi sem hún er í öðrum löndum, en það er aldrei að vita.

Hitt er að golfstraumurinn minnki eða hætti alveg. Það mun hafa það í för með sér að loftslag Íslands fer að líkjast Síberíu, þeas kalt næstum allt árið um kring, og töluvert frost allann veturinn. Þetta myndi líklega lama allt líf á landinu, og þó að Íslenska sumarið sé kannski ekkert merkilegt núna þá yrði það að engu. Uppskera bænda yrði líklega sama sem enginn.

Verst að ég veit ekki símanúmerið hjá ráðamönnum í Kína eða Bandaríkjunum, en það eru löndin sem menga mest. Annars er líklegt að Hollendingar hringi í þá fyrir okkur, Ísland kemur allaveg ekki til með að sökkva alveg hlýni meira, ólíkt Hollandi.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, February 19, 2008
Trúin færir fjöll

Og gerir fólkinu í Tennessee greinilega gott. Hérna er fólk í Lynchburg að tala um hvern þau ætla að kjósa í forsetakosningunum. Ánægjulegt að sjá svona skemmtilegt og vel upplýst fólk (svo ekki sé minnst á hreiminn).Mig grunar að einhver sé að byrla heimsku í vatnið þarna í suðurríkjunum.

Svo bæti ég hérna við skemmtilegri tilvitnun:

"Religion is an insult to human dignity. With or without it, good people will do good things, and bad people will do bad things. But for good people to do bad things, it takes religion" - Steven Weinberg


posted by Jóhann Þórsson| link


Monday, February 18, 2008
Stuðið

Hér má sjá stuðið sem Ásgeir "Leibbi Leiser" Höskuldsson náði að festa á filmu í nýlegri ferð okkar til Akureyrar. Mér sýnist ég þó vera að skemmta mér betur, og ég er ekki frá því að ég sé að stýra bílnum með huganum einum saman.Fleiri Geira myndir má sjá hér.


posted by Jóhann Þórsson| link