Tvennt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Í fyrsta lagi langar mig vita hvað rektor ætlar að gera í máli Hannesar Hólmsteins. Ef mastersnemi hefði skilað inn ritgerð með sömu vinnubrögðum og Hannes hefði honum eflaust verið vikið úr skóla, og sama gildir auðvitað um BS og BA nema. Mig grunar að þau séu vinir (veit einhver í hvaða stjórnmálaflokki rektor er? Er þetta einhver D-hollusta?) eða bara að rektor hafi ekki hreðjarnar (svona, myndmál sko) til að gera neitt í málinu.
Í örðu lagi langar mig vita af hverju hægrisinnuð ríkisstjórn sem trúir að lækka skuli alla skatta á öllu (svona ef við einföldum Adam Smith svolítið) skuli ekkert aðhafast í bensínsköttum. Fer þetta beint í vasann á Geir sjálfum? Ég vil einnig benda ykkur á það að Baldur bróðir talar um einmitt þetta á blaðsíðu 16 í Fréttablaðinu í dag. "Baldur bróðir biður blíðlega breytingu bensínskatta" yrði fyrirsögnin ef ég réði einhverju.