<!-- <body bgcolor="#000" marginwidth="0" marginheight="0" link="#004080" vlink="#004080" alink="#004080"><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://draft.blogger.com/navbar/3439825?origin\x3dhttp://johat.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script> -->

Blogg hins Grandaða Vesturbæings



Thursday, March 27, 2008
Sálardauði Jóhanns

Ég er víst vond og sálarlaus manneskja. Eða það er það eina sem ég get lesið úr erindi biskups, sem er reyndar tveggja ára gamalt. Ég er alltaf eitthvað að kvarta yfir biskup, sem mér finnst hvorki merkilegur maður, né eftirsóknarverð staða, og hafa þessar kvartanir mínar yfirleitt verið vegna þess hve manninunum virðist alltaf vera illa við samkynhneigða. Og oftar en ekki er mér bent á að hann sé merkilegur maður og að hann eigi að virða.

En svo fann ég þetta, og get haldið upp á það að hafa nýja ástæðu til að líka illa við manninn.
"Ekkert foreldri getur varið barn sitt fyrir ágengni þess ofstækis sem helst sækir að þeim hjörtum og sálum sem ekki hafa fengið næringu trúar, ekki hafa fengið viðmið helgra sagna og helgrar iðkunar og ein megna að hamla gegn áhrifum sálardeyðandi og mannskemmandi guðleysis og vantrúar."

Mér langar nú helst að benda biskupi á að koma þessu erindi snyrtilega fyrir aftarlega í eigin meltingarvegi, en það væri víst ókurteisi og ekki rétt að segja slíkt við mann sem á virðingu okkar allra (nema samkynhneigðra, oj) skilið.

Ég las aðeins neðar í þessu erindi og fann þennann gullmola:
"Barn sem ekki lærir að biðja verður málhalt og lesblint gagnvart því sem mestu varðar í lífinu."
Ég fékk ekki sérstakar leiðbeiningar um bæn í æsku (þarf fólk í alvöru leiðbeiningar? Is it really that hard?) og lenti því, eins og fólk veit, illa í dópi og ofbeldi, fór út í vændi og flosnaðist úr skóla. Í dag lifi ég á ríkinu á meðferðarheimili, vinalaus og með ranghugmyndir.

Hvað fær fólk til að taka mark á svona vitleysing? Ég veit, ég veit, hann er "merkilegur og við eigum að virða hann". Hann gerði þarna eitthvað merkilegt og bjargaði fullt af fólki. Hlýtur að vera.


posted by Jóhann Þórsson| link


Tuesday, March 25, 2008
Af afmælum

Geiri átti afmæli í gær (hægt er að deila í aldur hans með þremur og tíu, fimm og sex). Hann fær auðvitað "cheesy hand round the shoulder at the end of the night I-love-you-man" kveðju frá mér í tilefni dagsins, og vonandi kemst hann í það að skála við mig sem fyrst.

Svo á Eydís afmæli í dag (alveg týpískur hrútur að eiga afmæli í lok mars!) og hún fær einnig heillóskir, þó hvorki sé hægt að deila í aldur hennar með þremur eða tíu. Eða fimm. Eða sex!!! Geðveikt lame að vera 28!


posted by Jóhann Þórsson| link