Já sæl! Ég hef ekkert nennt að blogga lengi, enda gefst varla tími til þess hérna hjá dohop þar sem það er forritað út í eitt alla daga.
Í fréttum er það etv helst að ég eignaðist minn fyrsta bíl (eða 50%) um daginn. Ég og Heiður keyptum okkur Skoda Fabia Combi, glænýjan og ónotaðan. "Enginn búinn að æla í hann eða hafa samfarir í honum" voru helstu kostir þess að eignast nýjan bíl að mati Jónasar.
Heiður er í útlöndum núna að leika við vinkonur sínar og á meðan er ég einn heima, með óumbúið rúm og óhrein nærföt að borða hamborgara í öll mál.
Á laugardaginn næsta (31. maí) verða svo stigin mörg lítil skref þegar ég geng á Hvannadalshnúk ásamt fríðu förunauti.